Gripla - 2021, Blaðsíða 143
141
opnar nú klofann og kann sig nú varla, ætlar nú at reyna raustina
ok rekr upp skræktinn, missir nú kostinn og fellir niður ostinn. En
Rebbi var nærr staddr, tók og át, en hrafninn flaug í brott ginntur ok
gabbaðr. Svo færr ok vitur maðr ginnt þann sem grunnsærr er, svá at
hann færr með orðlofi lokkað hann til fjárláts.12
Svo hljóðar dæmisagan bundin í elegísk vers hins óþekkta latneska skálds:
15. De vulpe et coruo
Vulpe gerente famem coruum gerit arbor et escam
Ore gerens coruus vulpe loquente silet.
Corue decore decens, cygnum candore parentas.
Si cantu placeas, plus aue quaque places.
Credit auis pictæque placent præludia linguæ.
Dum canit ut placeat, caseus ore cadit.
Hoc fruitur vulpes, insurgunt tædia coruo.
Asperat in medio dampna dolore pudor,
Fellitum patitur risum, quem mellit inanis
Gloria; vera parit tædia falsus honor.13
Stíll íslensku dæmisögunnar er hinn svokallaði blómaði stíll (danska:
florissant stil) sem mikið var ræddur í greinum fræðimanna á 20. öld,
einkum af þeim sem bentu á að þessi stíltegund þyrfti ekki að vera ávísun
á þýðingu úr latínu heldur gætu slíkir textar allt eins verið frumsamdir
á norrænu.14 Þó virðist ljóst að blómaði íslenski stíllinn er innblásinn af
latneskum stíl eins og sést á þessari versuðu dæmisögu. Líkt og íslenskan
er latínan bæði stuðluð og rímuð. Kveður svo ramt að þessu að eigi þarf
að benda á sérstök dæmi heldur er lesandanum látin eftir sú skemmtun að
12 Late Medieval Icelandic Romances III, útg. Agnete Loth, 71–72. Framsetning textans hér er
nokkuð meira samræmd en í útgáfunni. Hið sama gildir um aðrar tilvitnanir til sögu textans.
13 15. dæmisagan er ekki í Þjms frag 103, eins og áður sagði, og verður því að sækja hana
til prentaðrar útgáfu sama texta, Mythologia Aesopica, útg. Isaacus Nicolaus Neveletus
(Frankfurt: Nicolas Hoffmann, 1610), 497. Greinarmerkjasetning er einfölduð hér en auk
þess er lesið ‘medio’ í stað ‘modico’ í 8. línu kvæðisins.
14 Stutta samantekt um þetta gamla þrætuepli í fræðunum, sem stundum er snúið á haus og
misskilið svo að blómaði stíllinn veiti einhverja vísbendingu um að texti sé frumsaminn, má
finna hjá Þorleifi Haukssyni og Þóri Óskarssyni, Íslensk stílfræði (Reykjavík: Styrktarsjóður
Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, Háskóla Íslands), 177–78.
TVÆ R DÆ MISÖ GUR ESÓ PS