Gripla - 2021, Blaðsíða 295
293
Frumtextinn hljóðar svo (endurtekningar texta í tónsetningunni eru
gefnar til kynna innan sviga):
Godt es mijn licht
ende mijn salicheyt,
in hem soo wil ick betrouwen; (×2)
hij leert, hij sticht, (×2)
en dat door zijn maiesteyt,
al die ghene die op hem bouwen; (×2)
zijn Godtheyt fijn (×2)
sal eewich sijn; (×3)
hij gaert melc ende wijn,
maer niet om vercoopen;
al waert dat hij mijn siele dede pijn,
nochtans sal ick op hem hopen;
want zijn bermherticheyt staet altijt open.11 (×2)
Hinn ókunni höfundur hollenska textans virðist hafa sótt innblástur í
nokkrar ritningargreinar, ekki síst upphaf 27. Davíðssálms („Drottinn er ljós
mitt og fulltingi“). Þýskur texti útgáfunnar frá 1568 er nokkuð frábrugðinn
þeim hollenska:
Gott ist mein liecht und seligkeit
jm allein wil ich trawen (×2)
Sein hülff altzeit ist fest bereit
allen so auff jn bawen (×2)
Kein mas vnd ziel
ich jm setzen wil
denn er weis wol
wenn er helffen soll
Ich befehl mich jm allezeit (×2)
Will auch auff jn stetz hoffen
Denn allen sein barmherzigkeit
Steht je vnd alltzeit offen.12 (×2)
11 Jacobus Clemens non Papa, Chansons, útg. Karel Philippus Bernet Kempers, Opera Omnia
11, Corpus mensurabilis musicae 4 (Róm: American Institute of Musicology, 1964), 96–97.
12 Schöner ausserlessner deutscher Psalm, und anderer künstlicher Moteten und geistlichen Lieder XX
(Nürnberg: Ulrich Neuber, 1568), 13v–14r.
Guð er ljós mitt
og hjálpræði mitt,
því vil ég treysta á hann;
hann kennir, hann upplýsir,
og það fyrir sína hátign,
alla þá sem á honum byggja;
göfugur guðdómur hans
skal eilífur verða;
hann reiðir fram mjólk og vín,
samt eigi til að selja;
jafnvel þótt hann ylli sálu minni pínu
skal ég samt vona á hann;
því að miskunn hans stendur ávallt opin.
Guð er ljós mitt og hjálpræði,
á hann einan vil ég treysta
Hjálp hans er ávallt staðfastlega reiðubúin
öllum þeim sem á honum byggja.
Enga mælistiku og ekkert markmið
vil ég setja honum,
því að hann veit vel
hvenær hann á að hjálpa.
Mig fel ég honum öllum stundum,
vil einnig ætíð vona á hann,
því að öllum stendur miskunn hans
opin hvenær sem er og að eilífu.
ENN EINN „ÚTLENSKUR TÓ NN“ Í RASK 98