Gripla - 2021, Blaðsíða 215
213
Áhuga Magnúsar Jónssonar í Vigur á kveðskap forföður síns séra Ein-
ars Sigurðssonar í Eydölum má vel merkja í áðurnefndri kvæðabók sem
honum er eignuð á titilsíðu, þ.e. JS 583 4to.36 Þar er eitt stærsta kvæðasafn
eftir séra Einar sem varðveitt er í handritum.37 Þetta eru kvæði sem voru
ekki prentuð í Vísnabók Guðbrands biskups árið 1612 (Ein Ny Wiisna
Bok), en skáldið hafði búist við að yrðu prentuð þar eins og lesa má úr
fyrir sögnum í handritinu. Fyrir framan formála eftir séra Einar, „Til
lesarans.“ sem aðeins er varðveittur í JS 583 4to (bl. 85r–88v),38 stendur:
„Þetta eftirskrifað á að standa fyrir framan Vísnabókina, en hefur þó ei
prentað verið.“39 Á undan kvæðasafninu sjálfu stendur: „Hér eftir skrifast
enn nokkuð það gjört og ort hefur sá sællrar minningar sálugi sr. Einar
Sigurðsson, sem forðum prenta átti og ei af varð.“40 Eiginhandarrit Einars
í Eydöl um að þessu safni hefur ekki varðveist svo kunnugt sé. Væntanlega
er þetta safn Magnúsar komið frá fjöl skyldunni, ef til vill móður hans
Hólmfríði Sigurðardóttur sem undi sér við að lesa kvæði langafa síns
eins og kemur fram í vísu hans um hana í Barnatöluflokki: „hafa vill sinn
langafa / í heiðri og hans ný kvæði / heimtir sér við að skemmta.“41
Allar líkur eru til þess að kvæðabókin í Lbs 847 4to sé upprunnin
á meðal afkomenda séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp,
hver svo sem skrifaði stærstan hluta henn ar. Berast böndin einna helst að
36 Um handritið er fjallað í Þórunn Sigurðardóttir, „Constructing Cultural Competence
in Seventeenth-Century Iceland. The Case of Poetical Miscellanies,“ Mirrors of Virtue.
Manuscript and print in late pre-modern Iceland, ritstj. Margrét Eggertsdóttir og Matthew
James Driscoll (Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press, 2017), 304−06.
37 Kvæðin voru gefin út í fræðilegri útgáfu 2007 (sjá Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli).
Vísnabókin var gefin út með nútímastafsetningu árið 2000 (Vísnabók Guðbrands, Jón
Torfason og Kristján Eiríksson sáu um útgáfuna (Reykjavík: Bók mennta fræðistofnun
Háskóla Íslands, 2000). Í formála Vísnabókar, sem Guðbrandur biskup Þorláksson gaf út
árið 1612, er séra Einari Sigurðssyni í Eydölum eignaður fyrri partur bókarinnar og mun
hann eiga stóran hluta hans.
38 JS 583 4to, bl. 85r−88v (blöð tölusett 84−89 í handriti). Miðað er við blaðtal á handrit.is hér og
annars staðar þar sem vísað er í handrit sem þar eru skráð með myndum. Sbr. einnig Einar
Sigurbjörnsson, Jón Torfason og Kristján Eiríksson, „Inngangur,“ xxx–xxxi. Formálinn er
prentaður í viðaukum við útgáfu Vísnabókar Guð brands (2000), 443−44.
39 JS 583 4to, bl. 85r (blað tölusett 84 í handriti).
40 JS 583 4to, bl. 89v (blað tölusett 88 í handriti). Kvæðasafnið er prentað í Einar Sigurðsson í
Eydölum, Ljóð mæli.
41 Kvæðið er prentað í Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, 140−49. Vísan um Hólmfríði er
á bls. 141. Sjá Þórunn Sigurðardóttir, „Constructing Cultural Competence in Seventeenth-
Century Iceland,“ 283.
FRUMTIGNARVÍ SUR