Gripla - 2021, Blaðsíða 242
GRIPLA240
voru skriptir og carinur á málum, en ekki alltíðum féútlát, eður og
líka, að þeim þótti Bjarni ekki fær af landinu að fara fyrir sorg og
vílsemi. Bjarni þessi gekk þrisvar kringum Ísland, og um síðir nam
hann staðar í Skagafirði á Skaga, giptist þar og bjó. Var hann ei við
alþýðu viðfelldinn, sem að sjá sísorgandi maður. Hann bjó til dauða
síns margt ár í Efranesi á Skaga; áttu þau Arndís, kona hans, einn
pilt, sem Jón hét. Hann varð nær 20 ára gamall, og bar svo við, hann
reri við sjó í Kelduvík þar niðri, hjá þeim manni, er Guðmundur
hét Óttarsson, og sonum hans þremur. Þeir voru orðskáir og hrak-
málir, sem faðir þeirra. Einn tíma komu þeir feðgar af sjó og fluttu
Jón Bjarnason dauðan í land, sögðu hann bráðkvaddan orðið hafa.
Var svo maðurinn grafinn, en foreldrum hans féll þetta yfrið þungt,
ekki síður Bjarna; var maður þessi og þá þeirra fyrirvinna. Dó þessi
Bjarni litlu síðar, angraður mjög, en Arndís var flutt til Skagafjarðar
inn. Var Jón Sigurðsson lögmaður þá á Reynistað og hafði sýslu í
Skagafirði. Hann hafði mál það uppi, og var tekinn einn af þeim
bræðrum, og fékkst ekkert til sanninda eður styrkingar málinu. Féll
það mál niður, en Jón lögmaður veitti Arndísi framfæri, meðan hún
lifði. Gvendur þessi varð vesæll og hans synir, og dóu svo á þeim
hörðu árum litlu síðar, sem fleira vegfarandi fólk. Það var til merkis
um landgang Bjarna, að hann var sífelldlega berfættur, og hann gekk
svo hart um grjót, sem hver einn skófataður.52
Björn á Skarðsá var Skagfirðingur og ætla mætti að hann þekkti söguna um
Bjarna í Efranesi úr sínu nærumhverfi. Eins og Hannes Þorsteinsson kom
auga á var Björn Jónsson sjálfur við sjóróðra á Skaga á unglingsárunum.53
Mjög athyglisvert er að hann tímasetur glæp og refsingu Bjarna lúthersku
megin við siðaskiptin því fullyrðingin um að höfðingjar landsins hafi tekið
ákvörðun um „skriftir og kárínur“ er í senn langsótt og í takt við fram-
setningu Björns á valdamissi Íslendinga: sektir sem runnu til konungsins
fyrir brot manna voru ekki endilega „lútherskt“ fyrirbæri og við upphaf
lútherska tímans mátti innlenda valdastéttin ráða meiru um sanngjarna
refsingu manna.
52 ÍA I, 133–34.
53 ÍA I, 28.