Gripla - 2021, Blaðsíða 239
237
barnið skaðaði, og varð meira en hún hugði, svo það barn dó og.
Eptir það kom Bjarni heim frá verki sínu, og leit nú börnin dauð.
Varð honum þá og mjög mikið um, er hann vissi konan hafði sálgað
barninu, en hitt skeð af hennar orðbragði, varð reiður og sló konuna
meira42 en skyldi, eður vildi, og dó svo konan. Kom þá hryggð að
Bjarna og angur, sagði mönnum til, hverninn komið væri, og iðraðist
verk síns.43
Þótt saga fjölskyldunnar sé átakanleg er augljóst að hún líkist vissum til-
brigðum þjóðsagna. Við nánari eftirgrennslan tilheyrir hún stórum og
fjölbreytilegum hópi sagna sem hefur verið flokkaður sem AT 2401/ATU
1343* og má rekja til fornaldar en staðfæring eins og sést í annálsgreininni
er algengt einkenni sagnagerðarinnar.
William Hansen hefur tekið saman yfirlit um ATU 1343* sem birtist
fyrst í Varia Historia sem rómverski rithöfundurinn Claudius Aelianus
tók saman á 3. öld e.Kr.44 Sögur af þessari gerð þjóðsagna hafa ekki fundist
áður í íslenskum heimildum.45 ATU 1343* þekkist ekki heldur á öðrum
Norðurlöndum nema í Finnlandi (E 1551) þar sem hún birtist í samískum
þjóðsögum.46
Sameiginlegi þráðurinn í ATU 1343* er að barn við leik tekur upp
hníf og hermir eftir athæfi fullorðinna (oftast slátrun á dýri) sem leiðir til
dauða annars barns (bróður hins). Framvinda sögunnar er ólík og Hansen
flokkar sögurnar í þrjú megintilbrigði.47 Í fyrsta tilbrigðinu hrindir þetta
af stað keðju dauðsfalla innan sömu fjölskyldunnar þar sem móðirin ræðst
af mikilli heift á barnið sem hefur drepið yngri bróðurinn en hún gleymir
í uppnámi sínu að hún er að baða yngsta barnið með þeim afleiðingum að
það drukknar. Móðirin lætur lífið (hengir sig) og að lokum deyr faðirinn úr
sorg. Harmsagan endar með gerð stöku á latínu sem lýsir hörmungunum.
Í öðru tilbrigði sögunnar felur eldra barnið sig í ofni eftir að hafa drepið
42 Lbs 40 fol. (67v): meira] þö meir.
43 ÍA I, 132–33.
44 William F. Hansen, Ariadne’s Thread: A Guide to International Tales Found in Classical
Literature (Ithaca: Cornell University Press, 2002), 79–85.
45 Rósa Þorsteinsdóttir, munnleg heimild, 30. mars 2021.
46 Marjatta Jauhiainen, The type and motif index of Finnish belief legends and memorates, FF
Communications 267 (Helsinki: Suomalainen tiedeakatemia, 1998), 212.
47 Hansen, Ariadne’s Thread, 82–83.
TIL ÞESS ERU ILL DÆ MI AÐ VARAST ÞAU