Gripla - 2021, Blaðsíða 226
GRIPLA224
Á G R I P
Frumtignarvísur: Óþekkt ljóðabréf eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum
Efnisorð: Ljóðabréf, Einar Sigurðsson í Eydölum, Gísli Einarsson í Vatnsfirði,
Magnús Jónsson í Vigur, varðveisla kvæða, handritamenning, höfundargreining
Í handritinu Lbs 847 4to er kvæði sem ber yfirskriftina „Frumtignarvísur“ og þar
fyrir aftan tvö stutt kvæði, hið fremra ber yfirskriftina „Nú koma aðrar“ og hið
aftara „En þessar eiga með að fylgja“. Enginn höfundur er tilgreindur í handritinu.
Handritið var að öllum líkindum gert undir handarjaðri Magnúsar Jónssonar í
Vigur árið 1693. Í því eru mestmegnis andleg kvæði eftir bæði nafngreind skáld og
ónafngreind en einnig ádeilur, erfiljóð, lofkvæði o.fl. Í greininni eru færð rök fyrir
því að Frumtignarvísur séu ljóðabréf eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum sem
hann orti til sonar síns, séra Gísla Einarssonar, sem þá var prestur í Vatnsfirði við
Ísafjarðar djúp. Settar eru fram tilgátur um tilefni ljóðabréfsins og varðveislu þess.
Tilefni bréfsins virðist vera að bregðast við umkvörtunum sonarins og vanda um
við hann en jafnframt að telja í hann kjark. Ljóðmælandi gefur viðtak anda bréfsins
einnig góð ráð og biður honum og fjölskyldu hans blessun ar. Enn fremur er sýnt
fram á að „fylgikvæðin“ séu af sama tagi og Frumtignar vísur, þ.e. ljóðabréf eða
hlutar úr ljóðabréfum til séra Gísla frá föður hans. Að lokum eru kvæðin gefin út í
fyrsta sinn, bæði stafrétt og með nútímastafsetningu.
S U M M A R Y
Frumtignarvísur: An unknown verse letter by Einar Sigurðsson í Eydölum
Key words: Verse letters/Epistolary poems, Einar Sigurðsson í Eydölum,
Gísli Einarsson í Vatnsfirði, Magnús Jónsson í Vigur, Preservation of poetry,
manuscript culture, Attributing authorship
A poem with the title “Frumtignarvísur” (A poem to the Firstborn) is to be found
in the manu script Lbs 847 4to, which was in all likelyhood collected by Magnús
Jónsson in Vigur in the year 1693. Two shorter poems, titled “Nú koma aðrar”
(Here is another poem) and “En þessar eiga með að fylgja” (But these are supposed to
accompany them), follow “Frumtignarvísur”. The manuscript contains religious
poetry by various poets, some identified and some unknown, and some secular
poetry as well. The author of the three poems under discussion is unidentified
in the manuscript. Here I argue that the poems belong to the genre of verse
letters/epistolary poems and, furthermore, that they were composed by the
Reverend Einar Sigurðsson in Eydalir for his son the Reverend Gísli Einarsson
in Vatnsfjörður by Ísafjarðardjúp in the Westfjords. I suggest that the purpose of
“Frumtignarvísur” was to respond to the son’s complaints and to moralise over