Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 50
50 Klas Grinell
verja heimspekinginn fyrir því að draga rangar ályktanir en þær ber að setja fram
með sem knöppustum og hagnýtustum hætti.17
Suhrawardi þróaði einnig sérlega flókna og áhrifaríka frumspeki ljóss ins. Sam-
kvæmt henni er veruleikinn byggður úr óefnislegu ljósi sem ljómar af Ljóss-
ins ljósi, þ.e.a.s. Guði. Þetta kerfi líkist mjög útflæðiskenningu nýplatonist ans
Plót inosar (204/205–270), en á þeim er þó sá mikilvægi munur að öll þau ólíku
stig og gerðir efnislegs og óefnislegs ljóss sem heimurinn samanstendur af mynda
óslitna samfellu. Með svipuðum hætti og skynsemin flæðir út úr Hinu eina hjá
Plót inosi getur Ljóssins ljós einungis haft bein áhrif. Þau áhrif felast í einföldu
ljósi sem aðeins er frábrugðið Ljóssins ljósi hvað styrk þess varðar. Þetta einfalda
ljós er í senn sjálfstætt og ósjálfstætt, óháð að því leyti að það lýsir af sjálfu sér
en háð þar sem það orsakast af Ljóssins ljósi. Af þessu ljósi geta því bæði stafað
önnur óefnisleg ljós sem og fyrsti efnislegi hluturinn, sem er einfaldur hnöttur.18
Sjónin fær ekki numið óefnisleg ljós. Aftur á móti eru allar lífverur með með-
vitund að hluta óefnisleg ljós og einmitt af þeirri ástæðu meðvitaðar um sig sjálf-
ar. Óefnisleg ljós eru ólík að styrk en öll af sama toga. Við upphaf keðjunnar
er Ljóssins ljós, sem samsvarar hjá Suhrawardi óhreyfðum hreyfli Aristótelesar
og nauðsynlegri nærveru hjá Ibn Sina. Ekkert rof er á ljósflæðinu og því er, að
mati Suhrawardis, sál hvers manns tengd kosmosinu, sem ljósið sem streymir úr
Ljóssins ljósi heldur saman.19
Með ljósafrumspeki sinni tókst Suhrawardi að tengja saman útflæðishugmyndir
undir aristótelískum og nýplatonskum áhrifum og ljósamyndmál úr Kóraninum
og súfisma, sem styrkti svo hvort tveggja.20 Af þeim sökum hefur heimspeki hans
mikið guðfræðilegt gildi, enda hafði hún mikil áhrif, einkum innan sjíagreinar
íslams. Í heimspekilegu tilliti felst gildi Suhrawardis annars vegar í því að hætta
að byggja á Aristótelesi (384–322 f.o.t.) en fylgja Platoni (429?–347 f.o.t.) í staðinn,
og hins vegar í því að hann gagnrýndi vægið sem skilgreiningin hefur í aristótel-
ismanum og hampaði þess í stað kenningunni um „þekkingu með nærveru“.
Enda þótt við blasi að Suhrawardi teljist á meðal helstu frumkvöðla í sögu ís-
lamskrar heimspeki er honum ekki ætlað neitt rúm innan vestrænnar hugmynda-
sögu.
Hlutverk vestrænnar hefðar á Vesturlöndum
Um miðja 19. öld settu ýmsir evrópskir fræðimenn fram svonefnt „arískt líkan“
sem skýrði fornöldina á nýjan og áhrifamikinn hátt. Ólíkt Forn-Grikkjum sjálf-
um héldu þeir því fram að forngrísk menning hefði einkum orðið fyrir áhrifum
17 Suhrawardi, Hikmat al-Isharq, 1. hluti, 5 o.áfr. Ziai, Knowledge and Illumination, 42 o.áfr.
18 Suhrawardi, Hikmat al-Ishraq, 90 o.áfr. ShiabuddinYahya Suhrawardi, Hayakal al-Nur/The shapes
of light (Louisville: Fons Vitae, 1998). Sjá einnig Plotinos, Mystikern och reformatorn. Valda delar
av Enneaderna (Stokkhólmi: Bonnier, 1927).
19 Suhrawardi, Hikmat al-Ishraq, 90 o.áfr.
20 Meðal mikilvægustu áhrifavalda eða fyrirrennara Suhrawardis má telja Abu Hamid Muhammad
al-Ghazzali, Mishkat al-Anwar/The Niche of Lights (Provo: Brigham Young Unviersity Press,
1998).
Hugur 2019-Overrides.indd 50 21-Oct-19 10:47:04