Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 6

Litli Bergþór - 01.06.2022, Side 6
6 Litli-Bergþór Við félagarnir í Lionsklúbbnum Geysi erum fjarri því að vera með uppgjafartón, þrátt fyrir heimsfaraldurinn höfum við náð að halda uppi umtalsverðu starfi á undanförnum misserum. Nokkrir fundir hafa fallið niður á vetrinum sem var að líða af þeim sökum, en ekki margir. Við erum 33 félagar i klúbbnum á ýmsum aldri. Góður andi er í hópnum og samheldni meðal félaga. Við njótum þess að eiga góðar stundir saman. Fyrir utan reglulega fundi sem haldnir eru að jafnaði fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá september til maí, förum við í vorferð og haustferð. Umhverfi og gróður eru okkur hugleikið. Margra ára hefð er fyrir því að gróðursetja trjáplöntur á hverju vori á afrétti okkar Tungnamanna. Við hreinsum meðfram stofnvegum á vorin í sveitarfélaginu, frá sveitarmörkum við Ósabakka og alla leið upp að Gullfossi, auk þess að fara út með Hlíðum og að Hvítárbrú við Bræðratungu. Í vetur höfum við fengið til okkar nokkra fyrirlesara og heimsótt fyrirtæki. Má þar nefna Hótel Fagralund og Friðheima. Þau verkefni sem við höfum stutt á undanförnum árum eru styrkur til leikskólans, styrkur til kaupa á fjarfundarbúnaði við heilsugæsluna í Laugarási og framlag til lækningatækja í Vestmannaeyjum. Einnig framlag í ,,Sjóðinn góða“ en það er sunnlenskur hjálparsjóður sameiginlegur með lionsklúbbum og kvenfélögum á Suðurlandi. Alþjóða hjálparsjóður Lions hefur fengið skerf frá okkur á hverju ári, en sá sjóður er notaður á alþjóðavísu til stórra sem smárra líknarverkefna, sá stærsti í veröldinni. Um þessar mund- ir renna þaðan miklar fjárhæðir til Úkraínu. Klúbburinn tók í nýliðnum apríl þátt í rauðufjaðrarsölunni. Við erum þakklátir fyrir sérlega góðar viðtökur hér á okkar svæði. Í nóvember hefur verið hefð fyrir því að bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar. Okkar stærsta fjáröflun er Villimannakvöldið okkar. Það héldum við að þessu sinni 22. apríl síðastliðinn í Aratungu og tókst það sérlega vel í alla staði. Um þessar mundir erum við að vinna að útgáfu símaskrár, en hana gefum við út annað hvert ár. Hún hefur reynst okkur mikilvæg fjáröflun og er dreift ókeypis á öll heimili í Biskupstungum. Við seljum hins vegar í hana auglýsingar. Nú líður að lokafundi þessa vetrar og horfum við félagarnir bjartsýnir til framtíðar klúbbsins. Við þökkum af heilum hug þá velveild sem við höfum mætt í samfélaginu. Fyrir hönd klúbbsins, Kristófer Tómasson og Guðfinnur Eiríksson. Lionsklúbburinn Geysir er á góðu róli Myndin er tekin í Mosfellsbæ í vorferð Lionsklúbbsins Geysis í apríl 2022. Þarna eru frá vinstri: Jóhannes á Brekku, Þórarinn á Spóastöðum, Benedikt á Sporði, Einar Þórketill á Litla- Fljóti, Kristófer í Launrétt, Sigurður í Skyggnissteini, Snorri á Tjörn, Sveinn í Þöll, Erlendur á Vatnsleysu, Helgi í Hrosshaga, Þorsteinn í Hábrún, Jón Bjarni í Skógarbergi, Bjarni á Brautarhóli, Örn í Lindatungu, Guttormur fyrrum Skálholtsbóndi, Kristín Sverrisdóttir á Reykjum (Gestgjafi), Guðfinnur í Borgarholti og Hjalti í Ásakoti.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.