Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 6

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 6
6 Litli-Bergþór Við félagarnir í Lionsklúbbnum Geysi erum fjarri því að vera með uppgjafartón, þrátt fyrir heimsfaraldurinn höfum við náð að halda uppi umtalsverðu starfi á undanförnum misserum. Nokkrir fundir hafa fallið niður á vetrinum sem var að líða af þeim sökum, en ekki margir. Við erum 33 félagar i klúbbnum á ýmsum aldri. Góður andi er í hópnum og samheldni meðal félaga. Við njótum þess að eiga góðar stundir saman. Fyrir utan reglulega fundi sem haldnir eru að jafnaði fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá september til maí, förum við í vorferð og haustferð. Umhverfi og gróður eru okkur hugleikið. Margra ára hefð er fyrir því að gróðursetja trjáplöntur á hverju vori á afrétti okkar Tungnamanna. Við hreinsum meðfram stofnvegum á vorin í sveitarfélaginu, frá sveitarmörkum við Ósabakka og alla leið upp að Gullfossi, auk þess að fara út með Hlíðum og að Hvítárbrú við Bræðratungu. Í vetur höfum við fengið til okkar nokkra fyrirlesara og heimsótt fyrirtæki. Má þar nefna Hótel Fagralund og Friðheima. Þau verkefni sem við höfum stutt á undanförnum árum eru styrkur til leikskólans, styrkur til kaupa á fjarfundarbúnaði við heilsugæsluna í Laugarási og framlag til lækningatækja í Vestmannaeyjum. Einnig framlag í ,,Sjóðinn góða“ en það er sunnlenskur hjálparsjóður sameiginlegur með lionsklúbbum og kvenfélögum á Suðurlandi. Alþjóða hjálparsjóður Lions hefur fengið skerf frá okkur á hverju ári, en sá sjóður er notaður á alþjóðavísu til stórra sem smárra líknarverkefna, sá stærsti í veröldinni. Um þessar mund- ir renna þaðan miklar fjárhæðir til Úkraínu. Klúbburinn tók í nýliðnum apríl þátt í rauðufjaðrarsölunni. Við erum þakklátir fyrir sérlega góðar viðtökur hér á okkar svæði. Í nóvember hefur verið hefð fyrir því að bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar. Okkar stærsta fjáröflun er Villimannakvöldið okkar. Það héldum við að þessu sinni 22. apríl síðastliðinn í Aratungu og tókst það sérlega vel í alla staði. Um þessar mundir erum við að vinna að útgáfu símaskrár, en hana gefum við út annað hvert ár. Hún hefur reynst okkur mikilvæg fjáröflun og er dreift ókeypis á öll heimili í Biskupstungum. Við seljum hins vegar í hana auglýsingar. Nú líður að lokafundi þessa vetrar og horfum við félagarnir bjartsýnir til framtíðar klúbbsins. Við þökkum af heilum hug þá velveild sem við höfum mætt í samfélaginu. Fyrir hönd klúbbsins, Kristófer Tómasson og Guðfinnur Eiríksson. Lionsklúbburinn Geysir er á góðu róli Myndin er tekin í Mosfellsbæ í vorferð Lionsklúbbsins Geysis í apríl 2022. Þarna eru frá vinstri: Jóhannes á Brekku, Þórarinn á Spóastöðum, Benedikt á Sporði, Einar Þórketill á Litla- Fljóti, Kristófer í Launrétt, Sigurður í Skyggnissteini, Snorri á Tjörn, Sveinn í Þöll, Erlendur á Vatnsleysu, Helgi í Hrosshaga, Þorsteinn í Hábrún, Jón Bjarni í Skógarbergi, Bjarni á Brautarhóli, Örn í Lindatungu, Guttormur fyrrum Skálholtsbóndi, Kristín Sverrisdóttir á Reykjum (Gestgjafi), Guðfinnur í Borgarholti og Hjalti í Ásakoti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.