Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 8
8 Litli-Bergþór Mín æskuár fóru mikið í að stunda íþróttir, hestamennsku eða syngja í Barna- og Kammerkór Biskupstungna. Þegar ég lít til baka þá finnst mér það þvílík forréttindi að hafa alist upp í Biskupstungum. Fallegri og skemmtilegri sveit er erfitt að finna. Á sumrin og í fríum vann ég oftar en ekki við ýmis garðyrkjustörf á hinum ýmsu garðyrkjustöðvum í sveitinni. Áhuginn fyrir náttúrufræði hefur alltaf verið til staðar. Ég man til dæmis eftir því þegar Halldór móðurbróðir minn kom í gróðurhúsið sem þá var í Hrosshaga til að greina einhver skordýr sem voru á ferli í ræktuninni. Þetta hefur lengi setið í mér og fannst mér þetta alltaf einstaklega áhugavert starf sem frændi minn hafði. Eftir grunnskóla fór ég í Menntaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þar af Náttúrufræðibraut árið 2006. Menntaskólaárin voru skemmtileg og lærdómsrík, og mér verður oft hugsað til skemmtilegu stundanna og vináttunnar sem myndast þegar búið er á heimavist. Haustið 2006, eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla, ákvað ég að prófa eitthvað alveg nýtt. Fara svolítið út fyrir þægindarammann og flytja til Kaupmannahafnar. Til að byrja með vann ég sem þjónn við morgunmatinn á hóteli á Vesterbrogade. Þar þurfti ég að mæta fyrir allar aldir til að gera morgunmatinn tilbúinn. Það var afar lærdómsríkt fyrir saklausu sveitastelpuna að rölta um miðbæ Kaupmannahafnar í vinnuna, sem lá samhliða hinni alræmdu Istegade. Samstarfsfólk mitt hló til að mynda mikið að mér þegar að ég loksins áttaði mig á því að konurnar sem stóðu á götunum þarna snemma á laugardagsmorgnum voru ekki að bíða eftir leigubíl á leið sinni heim af djamminu. Árið 2008 ákvað ég að sækja um nám í Kaupmannahafnarháskóla. Og þar gerði áhuginn á náttúrufræði og garðyrkju það að verkum að ég byrjaði í Náttúruauðlindafræði (Naturressourcer), með sérfræðiáherslu á plöntur. Þar, í fyrstu skólavikunni, kynntist ég svo mínum tilvonandi manni Morten. Við byrjuðum í sama námi en hann sérhæfði sig svo seinna meir í umhverfisefnafræði. Árið 2012 ákváðum við Morten að taka smá pásu frá náminu og ferðast til suð-austur Asíu, sem var alveg einstakt ævintýri. Eftirminnilegastar eru ferðir um Indónesíu og svo Japan. Heimurinn er ekki stærri en svo, að í Japan kynntumst við óvænt tveim japönskum systrum. Önnur systirin starfaði fyrir íslenska sendiráðið, talaði reiprennandi íslensku, átti dóttur sem var í Menntaskólanum að Laugarvatni og hafði verið Barna- og Kammerkór Biskupstungna innan handar þegar að kórinn fór til Japans árið 2005. Ég útskrifaðist úr Háskóla Kaupmannahafnar árið 2016 með cand.agro gráðu í Agriculture. Planið var alltaf að fara heim þegar að loknu námi og drauma- starfið var að vinna sem ráðunautur í garðyrkju. En stundum leiðir lífið mann á aðra braut og síðustu fjögur ár hef ég starfað sem ráðunautur við ylrækt hér í Danmörku, í fyrirtæki sem heitir Hortiadvice. Frá æskuslóðum til útlanda Fríða Helgadóttir Fjölskyldan um jólin 2021. Í Bukit Lawang í Indónesíu 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.