Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 26

Litli Bergþór - 01.06.2022, Qupperneq 26
26 Litli-Bergþór Nýr sóknarprestur Skálholtsprestakalls. Þann 1. apríl tók nýr sóknarprestur og þar með einnig dómkirkjuprestur, sr. Dagur Fannar Magnússon, til starfa í Skálholtsprestakalli. Fór innsetning sr. Dags Fannars í embætti fram í Skálholtsdómkirkju á pálmasunnudag, þann 10. apríl síðastliðinn. Býr hann ásamt Þóru Grétu Pálmarsdóttur konu sinni og þremur börnum þeirra á Hvítárbakka á meðan prestssetrið í Skálholti er gert upp. Fram til 1. apríl var sr. Bolli Pétur Bollason fenginn til aðstoðar í prestakallinu, þjónaði hann sem prestur í Skálholti og söng messur ásamt sr. Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi þar til sr. Dagur Fannar tók við. Þess má geta að Dagur Fannar á ættir að rekja í Tungurnar, því langafar hans og ömmur voru þau Guðjón Gunnarsson og Erna Brynhildur Jensdóttir á Tjörn og Smári Guðmundsson og Ída Stanleysdóttir, sem bjuggu á Upp-Hólum og síðar í Arnarholti hér í sveit. Guðjón R. Guðjónsson og Perla Smáradóttir, afi hans og amma, bjuggu lengi í Reykholti. Skálholtsstaður auglýsti starf ráðsmanns og umsjónarmanns fasteigna laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 7. febrúar 2022. Fjöldi umsókna barst og var Guðmundur Hrafn Björnsson ráðinn og tók til starfa þann 1. mars síðastliðinn. Býr hann, ásamt fjölskyldu sinni í Hrosshaga 3, en þau hjónin keyptu þá eign af Þóreyju Helgadóttur og Sólon Morthens. BÍ - Búgreinadeildir koma í stað Landssamtaka bænda. Sú breyting varð árið 2021, að samþykkt var hjá öllum Landssamtökum bænda, þ.m.t. Landssamtökum sauðfjárbænda, kúabænda, garðyrkjubænda, að leggja þau niður, en stofna í staðinn Búgreinadeildir innan Bændasamtaka Íslands. Var þetta gert til að sameina krafta bænda undir sameiginlegum hatti Bændasamtakanna og gera málflutning þeirra samstíga á sameiginlegu Búnaðarþingi. Fyrsta Búgreinaþing BÍ var haldið í byrjun mars 2022. Þar hittust fulltrúar nær allra búgreinadeilda bænda til að ræða saman og skiptast á skoðunum, á sama stað og á sama tíma. Búnaðarþingið var svo haldið í lok mars undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Tveir Tungnamenn voru kosnir formenn sinna búgreinadeilda á Búgreinaþingi: Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð var kosinn nýr formaður Búgreinadeildar sauðfjárbænda og Axel Sæland garðyrkjubóndi á Espiflöt var kjörinn nýr formaður Búgreinadeildar garðyrkjunnar hjá Bændasamtökum Íslands. Gróðurhúsin í Jarðarberjalandi byggð upp aftur. Samkvæmt Hólmfríði Geirsdóttur voru öll gróðurhúsin, sem eyðilögðust í óveðrinu í febrúar, rifin í brotajárn og eru þau hjónin nú í sumar á fullu að byggja þau upp að nýju. Verða nýju gróðurhúsin mun öflugri en þau gömlu og þola vonandi öll veður komandi vetra. Þau verða tilbúin til útplöntunar í október ef allt gengur að óskum og búast má við fyrstu jarðarberjauppskeru í janúar 2023, eftir árs hlé. Samningur við N4. Í vetur samdi Bláskógabyggð við sjónvarpsstöðina N4 um gerð efnis fyrir sveitarfélagið í tengslum við þættina „Að sunnan‟ sem sýndir eru á N4. Áhersla er á efni sem sýnir fjölbreytta kosti við að búa og starfa í Bláskógabyggð. Samkvæmt Helga Kjartanssyni oddvita hefur verið gerður samstarfssamningur til 10 ára við Geysisholt ehf. í Dalsholti, um endurbætur á bragganum við Sandá. Mun Geysisholt kosta allt viðhald á bragganum og nýta hann fyrir starfsemi sína. Ákvæði eru í samningnum um að fjallmenn hafi afnot af bragganum á hverju hausti. Í lok samningstímans verða allar endurbætur og uppbygging braggans eign sveitarfélagsins. Ljósmyndasýningin „Þar sem rósir spruttu í snjó‟ var haldin í Þjóðminjasafninu í vor með ljósmyndum Vassilis Triantis í bland við myndir úr fjölskyldualbúmi tengdaforeldra hans, þeirra Ástu Gott mál..... skyldi þá verða hægt að leggja sig aftur í bragganum? Sr. Dagur Fannar vígður prestur í Skálholti 10. apríl 2022. f.v. sr. Hall- dóra Þorvarðardóttir, sr. Dagur Fannar og sr. Kristján Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.