Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 44

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 44
44 Litli-Bergþór Þrjár kvenfélagskonur fóru á Landsþing KÍ í Borgar- nesi í okt. Kvenfélagið var með vinnustund í haustkransagerð í október. Við keyptum alls konar efni og svo tíndu konur ýmsan gróður úr sínu nærumhverfi og útbjuggu þvílíkt fallega kransa af öllum stærðum og gerðum. Við urðum því miður að hætta við jólamarkaðinn annað árið í röð en í byrjun desember héldum við jólafund í Skálholti þar sem við byrjuðum í kirkjunni með organistanum og sungum jólalög og fórum svo yfir í veitingahúsið, borðuðum og fórum í hinn skemmtilega pakkaleik okkar. Á árinu gengu 5 nýjar konur til liðs við okkur þannig að í lok árs þá voru félagskonur 63 talsins. Konur í kransagerð. Kvenfélag Biskupstungna sendir félögum sínum og Sunnlendingum öllum óskir um gott og gjöfult sumar Þrátt fyrir mikinn tekjumissi á árinu styrktum við nokkur málefni; Heilsugæsluna í Laugarási við kaup á þvagmæli, gardínur fyrir eldri borgara í Haraldarholt, ljós á Iðubrúna og styrktum Bláskógaskóla í Reykholti við kaup á útieldhúsi fyrir nemendur. Þannig að þegar upp var staðið þá var bara ýmislegt um að vera hjá okkur í Kvenfélagi Biskupstungna, þrátt fyrir þessar furðulegu aðstæður sem við bjuggum við á árinu 2021. Ég vona svo sannarlega að árið 2022 verði með öðrum hætti svo við getum gert okkur enn fleiri glaða daga saman. Ég hvet allar konur í Tungunum til að ganga í kvenfélagið okkar, það er mannbætandi og ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í þessu starfi. Andrea Rafnar, formaður. Maggý þvílíkt ánægð með kransinn sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.