Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 49

Litli Bergþór - 01.06.2022, Blaðsíða 49
Litli-Bergþór 49 Tungnaréttir voru frá fyrstu tíð haldnar á miðvikudegi í 22. viku sumars, þ.e. í kringum 20. september. Árið 1975 var réttadagurinn færður fram um viku og var þá réttað á miðvikudegi í 21. viku sumars. Skömmu fyrir aldamót var síðan afráðið að færa réttadaginn yfir á laugardag í 21. viku. Þá komu réttir upp á 11.-17. september. Nýlega var réttum enn flýtt lítillega, þannig að nú er alltaf réttað annan laugardag í september.* Gömlu réttirnar neðan við Holtakot voru aflagðar 1955 og nýjar Tungnaréttir byggðar nokkru neðar í landi Vatnsleysu við Tungufljótsbrúna sama ár og standa þær enn. Þær voru gerðar upp og endurbyggðar í upprunalegri mynd fyrir sextugsafmælið árið 2015. Er alltaf jafn gaman að sjá safnið, nokkur þúsund fjár vel haldið eftir sumardvöl á fjalli, streyma yfir brúna til rétta síðdegis á föstudeginum, undir vökulum augum kátra og vel ríðandi fjallmanna. Þegar búið er að draga safnið í sundur, um hádegið á laugardag, bresta Tungnamenn og gestir þeirra gjarnan í söng og gleðjast þar til kominn er tími til að reka heim og margir halda þeim þjóðlega sið að kíkja í réttasúpu á bæjunum í leiðinni heim. — *Réttir voru fluttar af miðvikudögum á laugardaga til þess að launamenn ættu auðveldara með að komast á fjall. Þannig misstu þeir aðeins eina viku úr vinnu vegna fjallferðar en ekki næstum tvær. Þetta var semsagt ekki gert til þess að fleiri kæmust í réttirnar til að draga, því engin vandræði voru að fá mannskap til þess, þó að á miðvikudegi væri og ekki endilega fljótlegra að draga þó fleiri séu. En auðvitað hentar það líka betur ferðamönnum og þeim sem fara í réttirnar til að syngja og skemmta sér, því fyrir söng og gleði eru Tungnaréttir jú þekktar. Ástæða þess að réttir voru síðan færðar fram á annan laugardag í september var, að Sláturfélag Suðurlands tók upp á því að greiða meira fyrir lömb í sláturhús í byrjun og lok sláturtíðar, til að dreifa álaginu. Að sjálfsögðu vildu bændur laga sig að því. Rekið inn í almenninginn í Tungnaréttum. Safnið rennur yfir Tungufljótsbrú á leið til rétta. ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.