Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 49

Litli Bergþór - 01.06.2022, Page 49
Litli-Bergþór 49 Tungnaréttir voru frá fyrstu tíð haldnar á miðvikudegi í 22. viku sumars, þ.e. í kringum 20. september. Árið 1975 var réttadagurinn færður fram um viku og var þá réttað á miðvikudegi í 21. viku sumars. Skömmu fyrir aldamót var síðan afráðið að færa réttadaginn yfir á laugardag í 21. viku. Þá komu réttir upp á 11.-17. september. Nýlega var réttum enn flýtt lítillega, þannig að nú er alltaf réttað annan laugardag í september.* Gömlu réttirnar neðan við Holtakot voru aflagðar 1955 og nýjar Tungnaréttir byggðar nokkru neðar í landi Vatnsleysu við Tungufljótsbrúna sama ár og standa þær enn. Þær voru gerðar upp og endurbyggðar í upprunalegri mynd fyrir sextugsafmælið árið 2015. Er alltaf jafn gaman að sjá safnið, nokkur þúsund fjár vel haldið eftir sumardvöl á fjalli, streyma yfir brúna til rétta síðdegis á föstudeginum, undir vökulum augum kátra og vel ríðandi fjallmanna. Þegar búið er að draga safnið í sundur, um hádegið á laugardag, bresta Tungnamenn og gestir þeirra gjarnan í söng og gleðjast þar til kominn er tími til að reka heim og margir halda þeim þjóðlega sið að kíkja í réttasúpu á bæjunum í leiðinni heim. — *Réttir voru fluttar af miðvikudögum á laugardaga til þess að launamenn ættu auðveldara með að komast á fjall. Þannig misstu þeir aðeins eina viku úr vinnu vegna fjallferðar en ekki næstum tvær. Þetta var semsagt ekki gert til þess að fleiri kæmust í réttirnar til að draga, því engin vandræði voru að fá mannskap til þess, þó að á miðvikudegi væri og ekki endilega fljótlegra að draga þó fleiri séu. En auðvitað hentar það líka betur ferðamönnum og þeim sem fara í réttirnar til að syngja og skemmta sér, því fyrir söng og gleði eru Tungnaréttir jú þekktar. Ástæða þess að réttir voru síðan færðar fram á annan laugardag í september var, að Sláturfélag Suðurlands tók upp á því að greiða meira fyrir lömb í sláturhús í byrjun og lok sláturtíðar, til að dreifa álaginu. Að sjálfsögðu vildu bændur laga sig að því. Rekið inn í almenninginn í Tungnaréttum. Safnið rennur yfir Tungufljótsbrú á leið til rétta. ►

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.