Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 96

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 96
ANDVARI „...BILUÐ TRÚ OG BILAÐUR KRISTINDÓMUR...“! 95 Valdimar Briem um afstöðu Páls til hefðbundinna kennisetninga en hann hélt því fram að Páll túlkaði þær upp á nýtt án þess að hafna þeim (sjá síðar). Með því áliti að Páll misskildi hinar hefðbundnu kenningar tók Jón undir skoðanir prestanna vestanhafs sem gagnrýndu Pál fyrir menntunarskort. Þess skal getið að Friðrik og Jón voru mun yngri en Páll og báðir menntaðir og hagvanir erlendis. Hefur þetta mótað mat þeirra á ritinu og höfundi þess. Jón kvað helsta veikleika bókarinnar þó ekki felast í gagnrýni eða höfnun á hefðbundnum, biblíulegum kenningum heldur því að í hana vantaði endur- lausnarkenningu kirkjunnar, enda ætti hún þar tæplega heima þar sem í bók- inni væri tæpast nokkuð fjallað um synd né réttlætingu af trú.62 En látum það nú vera, þótt ræður þessar kæmu í bága við einhverja „svo nefnda lúterska lærdóma“, ef kjarninn í sjálfu sjer væri heilbrigður, ef þær flyttu að öðru leyti og í aðalatriðunum hreinan […] biflíulegan kristindóm. En því miður verður því að neita.63 Niðurstaða Jóns um predikanir Páls Sigurðssonar var tæpitungulaus: „Þær eru talandi vitnisburður um kristindómsskoðun, er gengur framhjá öllum grundvallaratriðum kristinnar trúar!“64 Loks brást Jón Helgason svo við andmælum Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði við dómum um Páls-postillu í fyrrnefndum ritdómi um Aldamót. Bjarni hafði mótmælt því er honum fannst ómakleg ummæli um bókina sem hann taldi bæði góða og uppbyggilega.65 Ekkert af þessu áleit Jón þó að hnekkti þeim dómum sínum að postillan væri sorglegt tákn tímanna, að hún boðaði únítaríska kristindómsskoðun er bryti í bága við kenningu evangel- ísk-lútherskrar kirkjudeildar.66 Jón Helgason var þannig í öllum meginatrið- um sammála dómum vestur-íslensku prestanna. Dómar Jóns Helgasonar um Páls-postillu áttu þó eftir að mýkjast. Löngu síðar eða á 3. áratug 20. aldar gat hann ritsins stuttlega í yfirferð um bóka- gerð á 19. öld og í byrjun þeirrar 20. Þá sagði hann aðeins að bókin hafi vakið „[…] mikla eftirtekt vegna óvenjulegs frjálslyndis í trúarskoðunum […]“.67 Fyrir og um aldamótin 1900 var litið svo á að Jón Helgason væri einkum mótaður af danska heimatrúboðinu og því fulltrúi íhaldssamrar guð- fræði. Nokkrum árum síðar átti hann eftir að taka miklum sinnaskiptum í því efni, einkum í tengslum við biblíuþýðingu þá sem kom út 1908 og 1912. Um það leyti kynntist hann nýjum stefnum í biblíutúlkun og varð í kjölfar- ið einn helsti boðberi frjálslyndu aldamótaguðfræðinnar. Líku máli gegndi raunar um Friðrik J. Bergmann. Gerði Jón um þetta leyti rækilega upp við ýmsa höfuðlærdóma kirkjunnar á grundvelli sögulega-gagnrýnna túlkunar- aðferða og gekk í því efni mun lengra en Páll í Gaulverjabæ, sem hafði látið sér nægja að skauta framhjá hinum hefðbundnu kenningum. Eftir að Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.