Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 11
í. árgangur . 1. ársfjórðangur VAKA
efni skal aðeins sagt petta: Framleiðslan, vinnan við að breyta auð-
cefum náttúrunnar í hagnýt verðmœti, er grundvöllur velferðar og
tilveru þessarar þjóðar sem annara. Þess vegna verða landsmenn
allir að snúa bökum saman til verndar og viðreisnar framleiðslunni.
Þess verður að sjá meiri stað en nú er raun á, að þjóðin geri
sér Ijósa nauðsyn framleiðslustarfanna, að ekki sé stórum verr búið
að þeim, er þau stunda, en hinum, sem greidd eru föst laun, eða
taka á annan hátt „hlut sinn á þurru landi“, ef svo má að orði
kveða. Hver og einn einasti þegn þjóðfélagsins verður að finna til
þess, að afkoma hans byggist fyrst og fremst á hag þeirra atvinnu-
vega, sem hagnýta auðlindir náttúrunnar.
VAKA ber mikið traust til þorra islenzkra œskumanna, karla og
kvenna, og hún mun snúa máli sinu til þeirra öðrum fremur. Enda
telur VAKA það á engum rökum byggt, þegar œskufólkinu almennt
er brugðið um óreglu, leti, hugsunarleysi eða ósjálfstœði, i stuttu máli:
s k or t á manndómi. Meginhluti íslenzkra œskumanna gerir
sér áreiðanlega vel Ijóst hverjar skyldur þeirra eru. Þeir eru albúnir
að leggja sitt lið til þess, að íslenzka þjóðin megi verða frjáls og
sjálfstœð um alla framtíð, að atvinnuvegir hennar séu efldir, menn-
ing hennar treyst og aukin, skipti hennar við frœndþjóðirnar á Norð-
urlöndum séu vinsamleg, að allir íslendingar, austan og vestan
Atlantshafsins, vinni i sátt og samlyndi að framgangi sameiginlegra
áhuga- og hagsmunamála.
En œskufólkið á ekki aðeins skyldur við þjóðfélagið, það á einnig
kröfurétt á hendur þess. Meginkrafan, sem hugsandi œskumaður gerir
til þjóðfélagsins, er um jafnari lífsmöguleika fyrir fólkið í landinu,
m. a. um jafnari aðstöðu launamanna og framleiðenda til þess að
njóta lífsins. Undir þessar kröfur tekur VAKA, og þeim, ásamt öðrum
áhugamálum þróttmikillar, starfssamrar œsku, mun hún fylgja fram.
Fyrsta vetrardag 1938.
Valdimar Jóhannsson.
5