Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 12
VAKA í. árgangur . í. ársfjórðungur
Kgill Kjarnasoii:
Hvort vakii* þú a*ska?
Hvort vakir þú æska á verði sem ber,
ertu viðbúin, hugrökk, með bjartsýna trú
á það land, sem af gœðum á gnótt handa þér,
viltu gera það ríkara og betra en nú?
Líttu umhverfis þig. Þú átt orku og þor,
hér er alstaðar verk fyrir starfandi hönd.
Allt frá háfjalladölum að hafgirtri strönd
eiga hugsjónir þinar að marka sín spor.
Hvort vakir þú þjóð yfir velferð þess lands,
sem er vagga þín sjálfrar og feðranna gröf?
Það lifa þœr vonir í vitund hvers manns,
að þú verndir þitt frélsi sem dýrmæta gjöf,
réttir brœðrunum hönd yfir hafdjúpin víð,
þeir sitt heimaland élska, þess sögu og mál.
Og ef þjóðstofninn allur á einhuga sál,
er íslandi borgið á komandi tíð.
Hvort vakið þið hollvœttir eylandsins enn
yfir íslenzkri jörð, því hún vonar í dag,
að sú kynslóð, sem erfa skal óðölin senn,
verði árvökur, traustbyggð, með höfðingjabrag.
Það bíður þín œska að bæta svo margt,
að byggja upp að nýju, að fullkomna verk.
Og ef þú ert heibrigð og áhugasterk
um œttlandsins framtíð er heiðríkjubjart.
6