Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 16

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 16
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórdungur Málmiðlun innan flokka og milli flokka er þar algeng. Þegar stjórn kemst í minnihluta, þá er önnur stjórn búin til taks. Það er lík- ast því að alltaf sé til varastjórn, ef til þarf að taka. Og allt þetta fer fram á þann hátt, að hendin er rétt upp til marks um hugsun- arháttinn, en ekki reidd til höggs. Einveldin verða að hafa byltingu í stað kosninga. Þar er stjórnar- andstaðan samsæri og morð. Ör- yggið hangir þar á einni taug, sem er einvaldsherrann sjálfur. Fjöregg lýðveldisins eru frjálsar umræður, félagafrelsi og almenn- ur kosningarréttur. Hin eina tak- mörkun þessa þegnréttar, sem hugsanleg er, er að svipta þá réttinum til að flytja mál sitt og skipuleggja starfsemi sína, sem ætla sér að nota þessi mannrétt- indi lýðfrjálsra þjóðfélaga til að afnema þau. Það liggur í hlutarins eðli að þeir hafa fyrirgert þess- um rétti, sem mundu svipta aðra honum, ef þeir mættu ráða. Flest lýðræðisríki hafa þó ekki beitt þeirri aðferð í fullu trausti þess, að slík starfsemi veslist upp í hinu heilnæma loftslagi lýðræðisins, og hefir það víðast hvar gengið eftir. Ætti sú aðferð að vera einhlít hvar sem er á Norðurlöndum. Þróunarsaga lýðræðisins er orð- in löng hér á íslandi, og slitnaði hún þó á tímum hins erlenda kon_ ungsvalds. Hjá óvopnaðri smá- þjóð eru rætur lýðræðisins sterk- ar. Fámenn þjóð veitir ekki þá einangrun, sem er skilyrði fyrir trúnni á óskeikulleik einræðis- herranna. Auglýsingaskrum og múgæsingar hafa þar ekki góðan jarðveg. Umhverfið er hér gott. Úthafið og hinar öruggustu lýð- ræðisþjóðir, sem liggja í boga í kring um ísland, Bandaríkin, Bretland og Norðurlönd, er hið á- kjósanlegasta nágrenni. Lýðræð- þroski þjóðarinnar er okkar vernd, bæði innan lands og utan, en ekki sá „réttur“, sem býr í sverðseggjum. Ásgeir Ásgeirsson. — VAIiA ------------------------------------------------------------ er nokkru síðbúnari en til var ætlazt í fyrstu. Liggja til þess ýmsar ástæður, en þó einkum það, að ávallt tekur lengri tíma að gefa út fyrsta hefti tima- rits en þau, er á eftir fylgja. í byrjun er margs að gæta. Ákveða þarf brot, pappír, leturtegundir, útlit og efnisskipun, svo að nefnt sé eitthvað af því, sem taka þarf afstöðu til, þegar nýtt tímarit hefur göngu sína. Hinir mörgu áskrifendur Vöku eru hérmeð beðnir afsökunar á þessum drætti og því fyllilega treyst, að þeir láti ritið í engu gjalda hans. Áskrif- endur Vöku hafa heldur ekki til einskis beðið. Nú, þegar fyrsta hefti ritsins kemur út, er það orðið eitt af útbreiddustu tímaritum á landi hér. Form þess og útlit er með nýstárlegum blæ og það er vandað að efni og frágangi. Að Vaka heldur úr garði svo vel búin sem raun er á, ber fyrst og fremst að þakka öllum almenningi, sem tekið hefir henni tveim höndum. 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.