Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 21

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 21
1. árgangur . 1. ársfjórðungur TAKA beðið af þeirri vanrækslu mein og tjón? í þúsund ár hefir æska þessa lands verið fóstruð og alin í Beru_ rjóðrum íslenzl^a sveita og dala. I nánu sambýli við náttúrufegurð- ina og gróandann, hefir hún þró- azt að vizku og vexti, og rætur þroska hennar og manndóms staðið djúpt í jarðvegi hinnar fornu þjóðlegu menningar. Á þessu er nú að verða stórstíg breyting og ör. Þjóðin er að yfir- gefa sín fornu Berurjóður að æ meira leyti og flytja í mararbúð- irnar við sjóinn. Kaupstaðir og kauptún landsins hafa margfald- azt að fólkstölu^á fáum áratugum , og telja nú mikíð.meira en helm- ing allra landsbúa. Breyttir tímar og breytt viðhorf réttlæta að vísu að verulegu leyti þessa breytingu, eða að minnsta kosti gjöra hana eðlilega. En hinu verður ekki lok- að augunum fyrir, að svona stór- felld og gagngjör breyting þjóð- lífsins á skömmum tíma, hlýtur að marka djúp og þýðingarmikil spor, ekki aðeins að því er snertir atvinnuhætti og ytri kjör, heldur einnig í sjálfa þjóðarsálina. Og ef svo heldur enn fram, sem horf_ ir, ef Berurjóður sveitanna halda enn áfram að blása upp og verða yfirgefin auðn, þá er hættan fyrir hendi að völuspáin rætist, Faxa- höfuðið komi í ljós og naðran veiti þjóðinni sár, sem seint gróa. Það er því full ástæða til þess að vera vakandi á verðinum og freista í tima að finna skynsamleg ráð til aukins jafnvægis milli sjávar og sveita, áður en það er orðið um seinan. En það eru einnig til mörg fleiri Berurjóður, sem þjóðinni þurfa að vera kær og heilög, Berurjóður, sem hún óhjákvæmilega bíður af mein og tjón, ef hún vanrækir þau eða vanhirðir. Þjóðfrelsið sjálft er slíkt Berurjóður. Og seint ætti oss að gleymast sú forna harm- saga Sturlungaaldarinnar, þegar höfðingjar landsins brenndu upp Berurjóður síns forna frelsis í eldi innbyrðis deilna, haturs og flokkadrátta, unz skinið Faxahöf- uðið kom í ljós og soltin naðran veitti þjóðinni þau sár aldalangs ófrelsis og erlendrar kúgunar, sem sáran hafa sviðið og mörgum þroska hamlað á liðinni tíð. En þótt við höfum nú fyrir ótrauða og djarfa baráttu margra ágæt- ustu sona þjóðarinnar endur- heimt fullveldið á ný, þá má það aldrei gleymast, að því aðeins getur það Berurjóður gróið og dafnað, að þjóðin sjálf finni og skilji á hverjum tíma hvers virði fullveldið er, og gjöri sér jafnan ljósa grein þeirrar heilögu skyldu, sem hver einstaklingur, og þjóðin í heild, hefir til þess að vernda það og verja. Framtíð hins ís- lenzka fullveldis hvílir fyrst og fremst á manndómi, ræktarsemi og þjóðhollustu þegnanna sjálfra 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.