Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 23

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 23
1. árgangur . 1. ársfjórdungur TAKA rækta hin fornu Berurjóður sveit- anna, ekki líka stundum sýnt of lítinn skilning á hinum nýju við- horfum og nýju kjörum bræðra sinna og systra á mölinni? Ég fæ ekki séð neina nauðsyn á því, að fólkið við sjó og í sveit þurfi eða eigi að skipa sér í andstæðar fylkingar. Þvert á móti eru þar fyrir hendi víðtækir möguleikar til samvinnu og samstarfs báðum til hags. Framtíðin mun skera úr um það, hvort eða hvernig það tekst um leið og hún sker einnig úr um það, hvaða meginstefnur hin nýja menning á mölinni tek- ur.Ég get ekki neitað því,að ég ber nokkurn ugg í brjósti og get ekki látið mér á sama standa um það, hvernig hin nýja menning ræðst og í hvaða farvegi hún fellur. Jarðvegurinn er ennþá grunnur, en þá er um leið einnig grunnt á Faxahöfðinu. Þar þarf því að vera vel vakandi og hlúa jafnan sem bezt að kjarnamesta gróðrin. um. Þar þarf að rækta ekki aðeins ófrjóa og grýtta jörð, heldur einn- ig, og ekki síður, fólkið sjálft, svo að komið verði í veg fyrir það tjón, sem er stærst alls, að hugir fólksins sjálfs verði blásin auðn, og Faxahöfuðið í mönnunum sjálfum, gráðugt og grimmt dýrið, komi í ljós. Því að það er dýrið í mönnunum, sem ætíð hefir veitt og ætíð veitir siðmenningunni hin dýpstu sár. Völuspáin forna gildir alla tíma. Ekkert Berurjóður er svo öruggt, að ekki leynist þar Faxa- höfuðið og naðran bíti þann, sem sýnir því hirðuleysi og ótryggð. Þeirri spá verður ekki hrundið með því að ljósta völuna nasa- högg að dæmi Örvar-Odds. Til þess að koma í veg fyrir völu- spána, er ráðið aðeins eitt, að þjóðin sjálf, þjóðin öll, unni Berurjóðrunum og vilji einhverju fórna og leggja í sölurnar til þess að vernda þau. ------------------------------------------------- Vökuineiiii vilja vinna í nánu samstarfi og vinsemd við bindindisfélögin og ungmenna- félögin í landinu". — Þannig hljóðar 10. gr. stefnuskrár Vökumanna. Eigi að síður hafa þó þær raddir heyrzt, að milli Ungmennafélagsskaparins ann- ars vegar og félgssamtaka Vökumanna hins vegar hljóti að vera samkeppni, hvort tveggja séu æskulýðssamtök með svipaða meginstefnu og rígur milli þessara félagssamtaka sé því óumflýjanlegur. Slík ummæli sem þessi eru á algerum misskilningi byggð. Vökumenn hafa kosið skóla landsins sem vettvang fyrir félagssamtök sín, en þar eru ekki starfandi ungmennafélög, svo sem kunnugt er. Einn skóli er þó undantekn- ing frá þessu. Þar hefir jafnan starfað ungmennafélag, enda hafa Vöku- menn enga tilraun gert til að stofna þar deild úr sínum félagssamtökum og ætla ekki að gera. Árekstrar milli Vökumanna og ungmennafélaga þurfa því ekki, og munu ekki eiga sér stað, enda óska Vökumenn einskis framar en eiga vinsamleg skipti við Ungmennafélagshreyfinguna sem annan lýðræðissinnaðan félags- skap í landinu. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.