Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 26
VAKA /. árgangur . í. ársfjórðungur
Landamærin milli Danmerkur og
Þýzkalands eru hvergi „náttúrleg", þegar
frá er skilinn Plensborgarfjörðurinn.
Sums staðar liggja þau eftir miðjum
vegi, þannig að ganga má með sinn
fótinn í hvoru landi, eins og myndin
að ofan ber með sér. Annars staðar sníða
þau sundur miðjan húsagarð eða jafn-
vel sjálft íbúðarhúsið. En hvarvetna
meðfram þeim er tvöföld röð varð-
manna, þýzkra og danskra, er gæta þess,
að enginn sleppi yfir, án þeirra leyfis.
viö Suður-Jótland meö valdi“.
Þessi orð féllu ekki alls fyrir löngu
í samtali barna í þýzkum barna-
skóla norðan við suður-józku
landamærin.
Þvílík ummæli fullorðinna sem
barna gefa ærið tilefni til að
spyrja með ugg og kvíða: Hvað
bíður Suður-Jótlands? Hvaða
þjóð verður næsta fórnarlamb
hins þýzka fasisma? Gerir Hitler
kröfu til Suður-Jótlands á grund-
velli þess „réttlætis", að þar
búi um þrjár þúsundir þýzku-
mælandi manna, karla og
kvenna? En allar þvílíkar kröfur
Þýzkalands eru túlkaðar út frá
sjónarmiði réttlætisins, sem naz-
isminn virðist elska meira en allt
annað.
Það er alkunnugt, að engir
þjóðernisminnihlutar í Evrópu
hafa búið undir jafn frjálsu
stjórnarfyrirkomulagi, sem þýzku
minnihlutarnir í Tékkoslóvakíu
og Danmörku. Enda ber svo hlá-
lega við, að þegar „þýzka frelsið“
heldur innreið sína í Súdetahér-
uðin, flýja hinir „ánauðugu“
Þjóðverjar unnvörpum undan því.
Þeir yfirgefa eignir og óðul og
kjósa fremur útlegð og örbirgð í
framandi heimsálfum, en „þýzkt
frelsi“.
í einu landi Norðurálfunnar
búa þýzkumælandi menn óneit-
Dybböl er einn kunnasti staðurinn á
Suður-Jótlandi. í úrslitaorrustunni, sem
þar stóð milli Dana og Þjóðverja í apríl
1864, voru dönsku varnarvirkin sprengd
í loft upp af hinum langdrægu þýzku
fallbyssum. Dybböl er allmikil hæð á
austurströnd landsins, beint á móti eyj-
unni Als. Hæðin er þakin hermanna-
gröfum, sundruðum virkjum og leg-
steinum fallinna manna. í einni gröf
liggja 500 danskir hermenn. Myllan, sem
sést á myndinni, var ein af varnarstöðv-
um Dana. Hún var tvívegis skotin í rúst-
ir, en hefir verið endurreist og er nú
sögulegur minjagripur frá þessum tím-