Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 34

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 34
VAKA 1. árgangur . 1. ársfjórðungur Vökumenn líta svo á, að útlend- ar öfgastefnur og hatrömm flokkabarátta innan lands sé stórhættulegt átumein í íslenzku þjóðlífi. Þeir hafa því ásett sér að vinna af fremsta megni gegn því, að hinar erlendu öfgastefnur í stjórnmálum nái fótfestu á ís- landi. Þessar stefnur vilja fót- um troða þingræði og helgustu réttindi almennings, frelsi ein- staklinganna. Jafnframt munu þær kollvarpa íslenzkri menningu og glata nýfengnu sjálfstæði þjóðarinnar. — Hinsvegar vilja Vökumenn vinna að því, að allir þeir, er í alvöru og einlægni unna þingræðinu, í hvaða þingrœðis- flokki, sem þeir annars eru, snúi bökum saman til varnar og sókn- ar. En það verður ekki gert með því, að þingræðisflokkarnir berist sí og æ á banaspjótum, heldur með því, að þeir vinni saman. Hin skefjalausa flokka- og stétta- barátta, sem oft er ekki annað en barátta um völd eða metorð til handa einstökum mönnum, er eins og eitraður heimilisófriður, sem fyrir en varir sundrar heim- ilinu, leggur það í rústir. Vöku- menn vilja sameiginleg átök allra þingrœðissinnaðra manna i landinu f-yrir batnandi hag og betra lífi, í sterkri og náinni sam- vinnu við hin þingrœðisríkin á Norðurlöndum. Vökumenn líta svo á, að þetta sé hornsteinninn undir því, að 28 þjóðin geti verið fær um að taka öll sín mál í sínar eigin hendur nú á næstunni og undirstaða að fullkomnu frelsi þjóðarinnar nú og um alla framtíð. Vökumenn telja einnig, að hinar hóflausu kröfur stétta og einstaklinga, á- samt flótta frá framleiðslu og erf- iðum störfum, sé þjóðarvoði. Þeir vilja sýna dugnað og ósérhlífni við framleiðslu og vinnubrögð og á þann hátt byggja upp framtíð sína, án þess að gera ósanngjarn- ar kröfur til annara. Þeir vilja sýna sparsemi í hvívetna og nota vinnu sína sjálfum sér til menn- ingar og menntunar, en víta harð- lega alla eyðslu, óhóf og sérhlífni. Reglusemi og prúðmannleg fram_ koma er eitt höfuðboðorð Vöku- manna. Þeir stefna að algjörðu bindindi á áfengi og tóbaki og telja það ekki mönnum samboðið að drekka frá sér vitið og brenna upp eigur sínar. Þeir vilja taka þá menn sér til fyrirmyndar, sem með sparsemi og af sínum eigin dugnaði hafa getað skapað sér og sínum lífvænleg kjör. Vöku- menn vilja innræta félögum sín- um, og æskufólkinu yfirleitt, virð. ingu fyrir vinnunni og skilning á þýðingu framleiðslustarfanna. Þeir telja þjóðarnauðsyn, að beitt sé öllum skynsamlegum ráð- um til þess að einbeita þjóðar- orkunni að framleiðslu til lands og sjávar. En það verður ekki gert með því að skapa þeim, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.