Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 35
1. árgangur . 1. ársfjórðungur TAKA
hafa lífsframfæri sitt af föstum
launum, æ betri kjör, samtímis
því, sem hagur bóndans og sjó-
mannsins fer e. t. v. versnandi.
Vökumenn vænta þess, að með
sameiginlegu átaki hins starfs-
fúsa og einbeittara hluta æsk-
unnar, ásamt skynsamlegum að-
gerðum þess opinbera, megi tak-
ast að útrýma atvinnuleysi æsk-
unnar, sem nú er alvarlegur
þrándur í götu þroska hennar. Þá
væri um leið ráðin bót á miklu
böli, ónytjungshættinum, vilja-
leysinu, letinni. Til þess telja
Vökumenn róttækar ráðstafanir
nauðsynlegar. Vökumenn vilja
vinna gegn þeim hugsunarhætti,
sem því miður er allt of útbreidd-
ur, að vilja heldur þiggja at-
vinnuleysis- eða sveitastyrk í
kaupstað, heldur en sæta atvinnu
annars staðar, þótt ekki sé „taxta-
kaup“ í boði. Vökumenn vilja efla
sjálfsbjargarhvöt æskunnar, en
um leið félagslegan þroska og
samstarfshug.
Vökumenn vilja hafa í heiðri
allt, sem þjóðlegt er og íslenzkt.
Þeir vilja innræta félögum sínum
ættjarðarást og víðsýni til að
vinna fyrir land sitt og þjóð, sem
ábyrgðir borgarar þjóðfélagsins.
Vökumenn telja það veikjandi
fyrir þjóðina, ef hún hættir að
bera virðingu fyrir þúsund ára
gamalli menningu íslendinga, sem
kynslóð eftir kynslóð hefir átt þátt
í að skapa. Þeir telja allt það, sem
miðar í þá átt að veikja þjóðernis.
tilfinningu og heilbrigðan metnað
íslendinga, þjóðhættulega starf-
semi. — Vökumenn vilja sam-
eining allra íslendinga, hvar sem
þeir eru búsettir, um að varðveita
þann menningararf, sem þessi
kynslóð tekur við, og byggja á
honum framtíð þjóðarinnar og
framfarir.
Hér að framan hefi ég drepið á
þýðingarmestu atriðin í stefnu
Vökumanna. Þeir leggja kapp á
að stofna í skólum landsins sam-
fellda félagsheild, sem í samvinnu
við allar lýðræðissinnaðar félags-
heildir í landinu geti átt þýðing-
armikinn hlut að framgangi
þeirra mála, sem að dómi Vöku-
manna eru þjóðinni til heilla og
farsældar.
Mörg hundruð manna, karla og
kvenna hafa gengið í sveitir
Vökumanna. Og ennþá fleiri hafa
hyllt markmið þeirra með því að
heita Vöku stuðningi, gerast á-
skrifendur að henni og greiða götu
hennar á ýmsan hátt. í nafni
Vökumanna íslands býð ég alla
þessa mörgu velunnara vora vel-
komna til samstarfs um fram-
gang sameiginlegra áhugaefna.
Guðmundur Gíslason, forseti Vöku-
manna íslands, er fæddur að Ölfusvatni
í Grafningi árið 1900. Lauk kennara-
prófi 1923. Stundaði nám í Danmörku og
Noregi. Kennari í Reykjavík og að Laug-
arvatni. Skólastjóri að Reykjum í Hrúta-
firði síðan haustið 1937.
29