Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 38

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Blaðsíða 38
VAKA /. árgangur . 1. ársfjórdungur mig og misþyrma mér. Ég get ekki heldur orðið honum að neinu liði, enda þótt hann kynni raunveru- lega að vera einhvers þurfandi. Ekki hefi ég föt til að klæða hann í eða mat til að seðja hann á.“ Skósmiðurinn flýtti sér því á- fram. En óðar en varði snart sam- vizkan hann óþægilega. „Hvað ertu að gera, Simon?“ spurði hann sjálfan sig. „Þessi maður er að deyja úr skorti. Hungraður og klæðlaus hefst hann við úti á víðavangi í hörku frosti. Ert þú svo auðugur, að þú þurfir að óttast ræningja? Skammast máttu þín, Símon!“ Svo sneri hann við og gekk til ókunna mannsins. Þegar Símon virti hann fyrir sér, komst hann að raun um, að þetta var ungur og gervilegur maður. Á nöktum líkamanum voru engin meiðsli eða annað það, er benti til, að hann hefði verið beittur ofbeldi. En hann var sýnilega aðframkominn vegna kulda og ef til vill einnig vegna hungurs. „Hér er enginn tími til ræðu- hálda“, sagði Símon og snaraði sér úr síðjakkanum. „Rístu á fæt- ur og klæddu þig í jakkann.“ Ókunni maðurinn gerði eins og fyrir hann var lagt. Síðan sagði Símon honum að setja upp skó- garmana og gerði hann það einn. ig- „Geturðu gengið?“ spurði Sím- on. Ókunni maðurinn svaraði 32 ekki, en horfði á Símon með mjög góðmannlegu augnaráði. „Því svararðu ekki?“ spurði Símon. „En við skulum samt ekki standa hér, heldur leggja af stað heimleiðis. Hérna er stafurinn minn, það er gott fyrir þig að styðjast við hann, ef þú ert mátt- farinn.“ Þeir héldu síðan af stað og sótt_ ist ferðin furðanlega greiðlega. „Hvaðan ertu?“ spurði Símon eftir skamma stund. „Ég er ekki hér úr nágrenninu," svaraði ókunni maðurinn. „Því bjóst ég nú við, ég þekki fólkið hér um slóðir. En hvers vegna varstu þarna á veginum í þessu ástandi?“ „Því get ég ekki skýrt frá“. „Hefir einhver breytt illa við þig?“ „Enginn hefir breytt illa við mig. Guð hefir refsað mér.“ „Auðvitað stjórnar guð öllum hlutum. En einhvers staðar verð- ur þú að fá mat og skjól fyrir bitr- asta kuldanum. Hvert hefir þú hugsað þér að leita?“ „Það hefi ég enga hugmynd um.“ Símon varð æ meira undrandi. Hann botnaði hvorki upp né nið- ur í þessu, og hann gat ómögu- lega gizkað á, hvernig á þessum manni stæði. „Jæja, komdu þá heim með mér“, sagði hann, „þér ætti þó að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.