Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 44

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 44
VAKA /. árgangur . 1. ársfjórðungur hann fór út úr dyrunum rak hann sig hastarlega upp í dyratréð. Það virtist ekki valda honum teljandi óþæginda, en litlu munaði að dyratréð brotnaði. „Þvílíkur vöxtur og þrek!“ sagði Matryóna með aðdáun í röddinni. „Ekki get ég skilið að dauðinn fái yfirunnið annað eins bjarg!“ Símon sneri sér nú að Michael og sagði: „Vilt þú ekki takast á hndur að búa til þessa skó? Smíði þeirra verður að vanda eftir fremsta megni og þú hefir hvassari sjón og öruggari hendur en ég.“ Michael varð fúslega við þessari ósk. Hann hóf þegar að sníða leðrið, en hver getur lýst undrun Matryónu, þegar hún veitti því athygli, að hann sneið það eins og búa ætti til úr því morgunskó, en ekki upphá stígvél eins og herra- maðurinn hafði beðið um? Hún hélt þó, að sér hlyti að skjátlast, því að hún vissi að Michael var ágætur skósmiður. Lét hún því sem ekkert væri. Þegar kvöld var komið, að Sím- on bjóst til að neyta matar veitti hann því athygli sér til mikillar skelfingar, að Michael hafði búið til lága morgunskó úr hinu dýr- mæta leðri. „Guð hjálpi mér!“ hrópaði hann upp í angist sinni. „Hvers vegna gerir þú þetta, Michael? Nú er ég eyðilagður maður!“ Michael fékk engan tíma til að 38 gefa skýringu á þessari kynlegu ráðabreytni sinni, því að rétt í þessu var barið að dyrum. Þegar dyrnar voru opnaðar, kom í ljós, að komumaður var enginn annar en þjónn herramannsins. Símon skelfdist enn meira. „Gott kvöld,“ sagði þjónninn. „Gott kvöld," svaraði Símon. „Hvað er þér á höndum?“ „Húsmóðir mín hefir sent mig hingað vegna skónna.“ „Vegna skónna?“ „Já. Húsbóndi minn þarf þeirra ekki lengur með, hann er látinn.“ „Látinn?“ „Hann komst ekki lifandi heim, því að hann lézt á leiðinni, Þegar átti að hjálpa honum niður úr vagninum, kom í ljós, að hann var dáinn, og hann var þegar farinn að stirðna. Frúin kom þá að máli við mig og sagði: „Farðu til skó- smiðsins og segðu honum, að herramaðurinn, sem bað hann að smíða skó fyrir sig þurfi þeirra ekki lengur með. Segðu skósmiðn- um jafnframt að búa nú þegar til lága morgunskó úr leðrinu. Þú bíður meðan skórnir eru búnir til og kemur með þá aftur. Þess vegna er ég hingað kominn.“ Michael tók nú morgunskóna, sem hann hafði lokið við, og af- ganginn af leðrinu. Hann bjó um hvort tveggja í böggli og fékk þjóninum, sem þegar sneri heim á leið. Ennþá liðu ár. Michael var kyrr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.