Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 44
VAKA /. árgangur . 1. ársfjórðungur
hann fór út úr dyrunum rak hann
sig hastarlega upp í dyratréð. Það
virtist ekki valda honum teljandi
óþæginda, en litlu munaði að
dyratréð brotnaði.
„Þvílíkur vöxtur og þrek!“ sagði
Matryóna með aðdáun í röddinni.
„Ekki get ég skilið að dauðinn fái
yfirunnið annað eins bjarg!“
Símon sneri sér nú að Michael
og sagði:
„Vilt þú ekki takast á hndur að
búa til þessa skó? Smíði þeirra
verður að vanda eftir fremsta
megni og þú hefir hvassari sjón
og öruggari hendur en ég.“
Michael varð fúslega við þessari
ósk. Hann hóf þegar að sníða
leðrið, en hver getur lýst undrun
Matryónu, þegar hún veitti því
athygli, að hann sneið það eins og
búa ætti til úr því morgunskó, en
ekki upphá stígvél eins og herra-
maðurinn hafði beðið um? Hún
hélt þó, að sér hlyti að skjátlast,
því að hún vissi að Michael var
ágætur skósmiður. Lét hún því
sem ekkert væri.
Þegar kvöld var komið, að Sím-
on bjóst til að neyta matar veitti
hann því athygli sér til mikillar
skelfingar, að Michael hafði búið
til lága morgunskó úr hinu dýr-
mæta leðri.
„Guð hjálpi mér!“ hrópaði
hann upp í angist sinni. „Hvers
vegna gerir þú þetta, Michael? Nú
er ég eyðilagður maður!“
Michael fékk engan tíma til að
38
gefa skýringu á þessari kynlegu
ráðabreytni sinni, því að rétt í
þessu var barið að dyrum. Þegar
dyrnar voru opnaðar, kom í ljós,
að komumaður var enginn annar
en þjónn herramannsins. Símon
skelfdist enn meira.
„Gott kvöld,“ sagði þjónninn.
„Gott kvöld," svaraði Símon.
„Hvað er þér á höndum?“
„Húsmóðir mín hefir sent mig
hingað vegna skónna.“
„Vegna skónna?“
„Já. Húsbóndi minn þarf þeirra
ekki lengur með, hann er látinn.“
„Látinn?“
„Hann komst ekki lifandi heim,
því að hann lézt á leiðinni, Þegar
átti að hjálpa honum niður úr
vagninum, kom í ljós, að hann var
dáinn, og hann var þegar farinn
að stirðna. Frúin kom þá að máli
við mig og sagði: „Farðu til skó-
smiðsins og segðu honum, að
herramaðurinn, sem bað hann að
smíða skó fyrir sig þurfi þeirra
ekki lengur með. Segðu skósmiðn-
um jafnframt að búa nú þegar til
lága morgunskó úr leðrinu. Þú
bíður meðan skórnir eru búnir til
og kemur með þá aftur. Þess
vegna er ég hingað kominn.“
Michael tók nú morgunskóna,
sem hann hafði lokið við, og af-
ganginn af leðrinu. Hann bjó um
hvort tveggja í böggli og fékk
þjóninum, sem þegar sneri heim
á leið.
Ennþá liðu ár. Michael var kyrr