Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 46
VAKA 7. árgangur . 1. arsfjórdungur
ar á brjósti. Minu eigin barni hefi
ég hinsvegar orðið að sjá á bak.“
„En hverra manna eru þær
þá?“
Ókunna konan sagði nú alla
sögu telpnanna tveggja.
„Nú eru bráðum sex ár síðan
foreldrar þeirra létust“, hóf hún
máls. „Þau voru nágrannar okkar
og við vorum því vel kunnug hög-
um þeirra. Faðirinn var skógar-
höggsmaður. Dag nokkurn varð
hann fyrir því slysi við vinnu
sína, að stórt tré féll ofan á hann.
Hann slasaðist hroðalega og lézt
af þeim orsökum fáum klukku-
stundum síðar. Viku síðar varð
ekkja hans léttari og ól tvíbura —
telpurnar þessar. Einnig hún lézt
samdægurs og litlu telpurnar litu
ljós þessa heims í fyrsta sinn.
Hún var alein, þegar hún gaf upp
andann, og svo illa hafði viljað til,
að önnur telpan hafði orðið undir
líkinu með annan fótinn og hann
brotnað.
Um þessar mundir hafði ég
fyrsta barnið mitt á brjósti, átta
vikna gamlan dreng. Ég tók mun.
aðarlausu tvíburana að mér og
hafði öll þrjú börnin á brjósti. Ég
var ung og hraust og hafði gott
viðurværi, svo að þetta heppnað-
ist vonum framar. Telpurnar hafa
alltaf dafnað vel og verið hraust_
ar, en drengurinn minn dó, þeg-
ar hann var á öðru ári. Ég hefi
ekki eignazt barn síðan og okkur
hjónunum þykir eins vænt um
40
telpurnar, eins og þær væru okkar
eigin börn.“
Matryóna horfði góða stund á
ókunnu konuna og sagði síðan:
„Það sannast hér hið forn-
kveðna: „Það er hægt að komast
af án ástar og umhyggju foreldr-
anna, en án kærleika guðs getur
enginn verið.“
Þau voru að tala um þetta fram
og aftur, þegar stofukytran varð
allt í einu uppljómuð af annar-
legu Ijósi, sem virtist koraa úr
horninu, þar sem Michael ssit.
Hin litu öll þangað og veittu þá
athygli sér til mikillar undrunar,
að af andliti Michaels stafaði
skær birta. Hann sat hreyfingar-
laus á bekknum með krosslagðar
hendur á brjósti sínu og mælti
ekki orð frá vörum, en fagurt
bros lék um varir hans.
Símon hafði nú lokið við að
taka mál af fótum litlu stúlkn-
anna, ókunna konan kvaddi og
hélt síðan heim á leið.
Um leið og hún var komin út
úr kofadyrunum, stóð Michael á
fætur, tók af sér svuntuna og
mælti síðan:
„Lifið heil, vinir mínir. Guð
hefir fyrirgefið mér. Ég bið ykkur
að fyrirgefa mér einnig allt þaö,
sem ég hefi gert ykkur á móti
skapi.“
Ennþá stafaði þessari undur-
samlegu birtu af andliti Michaels.
Símon stóð á fætur, laut honum
og sagði: ,,Mér er vel ljóst, að þú