Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 48

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 48
VAKA 1. árgangur . í. ársfjórðungur annast um börnin mín.“ Ég tók ekki sál hennar.“ Og guð svaraði: „Farðu — taktu sál móðurinnar og tileinkaðu þér þrennskonar sannindi. Gerðu þér ljóst, hvað býr í brjósti sérhvers manns, hvað sérhverjum manni er hulið, og hver er lífgjafi sér- hvers manns. Þegar þú hefir numið þetta, skaltu koma aftur til himins.“ Ég flaug til jarðar og tók sál móðurinnar. Börnin misstu af brjóstum hennar og annað þeirra •varð undir líkinu með annan fótinn, sem brotnaði þegar í stað. Ég lagði á stað með sál móðurinnar til himna, en var skammt á veg kominn, þegar snarpur vindur hindraði mig í að komast leiðar minnar. Ég hrap- aði aftur til jarðar, niður á veg- inn, þar sem þú fannst mig, en sál konunnar sté upp til himins.“ Símon og Matryóna voru bæði farin að gráta. Þau grétu af sorg yfir því að verða að sjá á bak Mi- chael, en af gleði yfir því að hafa haft engil drottins í návist sinni um nálega sex ára skeið. En eng- iliinn hélt áfram: „Ég var staddur á alfaravegi um hávetur og í hinni sárustu neyð. Ég hafði ekki áður gert mér ljósar mannlegar þarfir og mann- legt böl. Nú þjáðist ég mjög af hungri og kulda og örvænti alger- lega um minn hag. En þá kom Si- mon og aumkaðist yfir mig. í fyrstu fór hann framhjá mér og 42 ég vænti einskis af honum. En svo kom hann til baka. Þegar hann gekk framhjá mér, fannst mér andlit hans bera vott dauðans, en þegar hann sneri aftur, virtist mér það bera í sér einkenni lífs- ins. Ég fann, að guð var í honum. Hann klæddi mig í sín eigin föt og fór með mig heim á heimili sitt. Kona hans tók okkur illa, mjög illa. Mér fannst kaldan anda dauðans leggja af hverju hennar orði. Hún vildi hrekja mig út í kuldann og myrkrið fyrir utan, og ég var sannfærður um, að ef hún gerði það, myndi hennar eigin lífi vera lokið. En svo minnti Símon hana á guð, og framkoma hennar gerbreyttist í einu vet- fangi. Hún gaf mér að eta. Andi dauðans var vikinn úr návist hennar og ég fann, að guð var einnig í henni. Þá minntist ég fyrsta boðorðs- ins, sem guð lagði mér á hjarta: Gerðu þér ljóst, hvað býr í brjósti sérhvers manns. Og samstundis varð mér ljóst, að í brjósti sér- hvers manns býr kœrleikur. En ég hafði ekki enn uppfyllt öll boð drottins. Ennþá var mér ekki ljóst, hvað hérhverjum manni er hulið eða hver er lifgjafi sérhvers manns. Að löngum tíma liðnum, kom hingað ríkur maður og skipaði okkur að smíða handa sér skó. Ég virti hann fyrir mér, og þegar ég var að því, kom ég allt í einu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.