Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 49

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 49
1. árgangur . í. ársfjórðungur VAKA auga á félaga minn — engil dauð- ans — að baki honum. Hann var kominn til að sækja sál ríka mannsins. Og ég hugsaði með mér: „Ríki maðurinn vill fá skó, sem endast honum heilt ár, en þegar þessi dagur er að kvöldi kominn, verður hann ekki lengur í tölu lifenda.“ Og í sama bili urðu mér ljós önnur sannindin. Mér duldist ekki, að það, sem sér- hverjum manni er hulið, eru hans raunverulegu þarfir. Engum er gefin sú þekking að vita til fulln- ustu, hvað honum er fyrir beztu, eða hvers hann þarf mest með. Þá átti ég eftir að gera mér ljóst, hver er lífgjafi sérhvers manns. En þegar ókunna konan kom hingað með litlu stúlkurnar, dæt. ur konunnar, sem ég gaf líf fyrir nálega sex árum síðan, opinber- uðust mér einnig þau sannindi. Móðir telpnanna litlu grátbændi mig um líf, af því að dætur henn- ar gætu ekki komizt af án ástar hennar og umhyggju. En nú komst ég að raun um, að vanda- laus kona hafði alið þær upp og reynzt þeim sem bezta móðir. Breytni þessarar konu bar þess órækan vott, að guð var í henni. Þetta opinberaði mér, hver er líf- gjafi sérhvers manns. Það er kœr- leikurinn. Menn lifa ekki vegna umhyggju um eigin hag, heldur vegna kærleika. Móðurinni var ekki gefin sú þekking, að vita, hvers börnin hennar þurftu með. Ríka mannin- um var ekki heldur gefin sú þekk- ing, að vita, hvort hann þyrfti fremur sterka skó, sem entust honum árið, eða morgunskó handa dauðum líkama sínum. Þegar ég öðlaðist mannlegan líkama og var staddur í hinni sár- ustu neyð, hélt ég ekki lífi vegna umhyggju um eigin hag, heldur vegn kærleika ókunnugs vegfar- anda. Munaðarleysingjarnir héldu ekki lífi vegna umhyggju móður sinnar, heldur vegna kærleika konu, sem ekki var þeim á neinn hátt vandabundin. Lífgjafi sér- hvers manns er því kærleikurinn í huga og hjörtum meðbræðra okkar.“ Að svo mæltu ákallaði engillinn drottin háum rómi. Þak kofans opnaðist, eldlegur ljómi hálf- blindaði Símon, konu hans og börn, og um leið og þau misstu meðvitund, hvarf engillinn sjón- um þeirra, borinn af skínandi björtum vængjum, sem skyndi- lega höfðu komið í ljós á herðum hans. Þegar Símon og fjölskylda hans kom til sjálfs sín aftur, var eng- illinn með öllu horfinn, og í kof- anum var allt með sömu um- merkjum og það hafði áður verið. Leo Tolstoy er eitt nafnkunnasta skáld Rússa, f. 1828, d. 1910. — Eftir hann hefir nokkuð verið þýtt á íslenzku. 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.