Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 51

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 51
1. árgangitr . 1. ársfjórdungur VAKA hins ýtrasta að hinu eina og sama marki: fullkomnun lista- verksins. Og svo mætti lengi telja. Þannig krafðist þetta verk fram- lags hinna ólíkustu stétta og gaf hverri fyrir sig fjölbreytilegustu viðfangsefni til að leysa. Það er ekki hægt að segja, hver var nauð_ synlegust, enga þeirra mátti missa, þær fullkomnuðu hver aðra, af þvi að allar stefndu að sama marki og greiddu leiðina hver fyrir annarri. Svona reis byggingin hægt og hægt upp af grunni sínum, unz hún að lokum stóð fullger í allri sinni tign og fegurð nokkrum öld- um eftir að nöfn þeirra, sem fyrstir hófu sinn hamar og meitil á loft, voru gleymd. Á þennan hátt skapast þetta, sem við nefnum menning. „Þetta vitum við,“ munið þið nú hugsa með sjálfum ykkur. „Gott og vel,“ segi ég. En hafið þið þá veitt því eftirtekt eða hugs- að út í það, að þið eruð sjálf lista_ menn og vinnið að byggingu sem er miklu viðameiri og voldugri heldur en sú, sem ég hefi minnzt á hér að framan — byggingu, sem þegar hefir verið í smíðum í meira en þúsund ár og enginn veit, hvað getur að lokum orðið há og prýði- leg, ef listamennirnir eru starfi sínu vaxnir og vita, að verk þeirra stendur, þótt þeir falli sjálfir og nöfn þeirra gleymist? Þessi bygging er þjóðfélagið okkar. — Það er margt svipað með þjóðfélagsbyggingunni og þeirri, sem ég var að tala um áðan, enda þótt þjóðfélagsbyggingin sé að flestu leyti merkilegri smíði, margbrotnari og þýðingarmeiri. Hún krefst auðvitað ennþá meiri grúa liðtækra listamanna og á fleiri sviðum. Engri heiðarlegri stétt manna á að vera þar ofaukið og engri einni verður með sann- girni gefinn heiðurinn af því, sem á vinnst, þar sem ein kemst ekki af án annarrar. Hvert menning- arspor, sem stigið er, hver fram- kvæmd, sem horfir til heilla og hagsbóta fyrir fólkið, verður þar sem einn steinn í bygginguna og færir hana nær markinu, sem stefnt er að: fullkomnuninni. Ég hefi valið mér þetta efni til þess að tala um við ykkur í kvöld á þessari samkomu, vegna þess, að þessi samkoma er haldin til styrktar einum steininum, sem þið hafið lagt í hina miklu bygg- ingu — hún er límið, sem á að gera hann traustan, gæti maður sagt,til þess að halda líkingunni, og á ég hér auðvitað við sundlaug- ina ykkar. Athugum nú nánar þýðingu þessa steins í þjóðfélagsbygging- unni okkar. Er hans þar yfirleitt nokkur þörf? — „Já,“ svörum við, og fullyrðum jafnframt, að ef hann væri þar ekki, hlyti að vera þar skarð í múrinn. Þetta er auð- vitað líking líka, við verðum að 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.