Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 56

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 56
VAKA i. árgangur . 1. ársfjórdungur ræðið sé gott, þroska þess almenn. ings, sem er settur í hásætið, þroska bæði að standast forustu- mennina og þroska til þess að hugsa út yfir augnablikið, þroska til þess að sjá sameiginlegan hag allra þjóðfélagsþegnanna. Önnur hættan liggur í hóflausri beitingu flokksvaldsins og kjós- endaveiðum á annarra kostnað. Hér eru það fyrirliðarnir og leiðtogarnir, sem á reynir. Sá, sem með völdin fer, er trún- aðarmaður allrar þjóðarinnar, en það gleymist oft. Honum hættir við að halda áfram að vera flokks- foringi. Hann beinir fé þangað sem fylgis er von. Hann setur flokksmenn í flestar ábyrgðar- og valdastöður. Það er ekkert við því að segja, þó að þeir, sem með völdin fara í lýðræðisríki, séu harðhentir í því að framkvæma sína stefnu. Það er eðlilegt, að bændaflokkur hlynni að bændum, að sósíalistar efli þjóðnýtingu og einkafram- taksflokkur rýmki um einstak- lingsfrelsið til athafna. Það er þeirra stefna, yfirlýst. Og um hana dæma menn svo eftir ár- angri. En það er misbeiting lýðræðis- ins að láta aðeins hluta hinnar lýðfrjálsu þjóðar njóta fullra mannréttinda, eins og oft vill brenna við, úr því að valdhafarn- ir nota allra fé og allra starfs- krafta í þjóðfélaginu. 50 Einnig hér má segja, að önnur stjórnarform hafi ekki verið betri. En sannleikurinn er þó sá, að ein- veldið hafði miklu minni freist- ingu á þessu sviði, af því að vald- hafarnir þurftu þar ekki á sama hátt að sækja undir aðra. Gamli kansellístíllinn t. d. í embætta- veitingum hefir fengið að heyra sitt af hverju. En því verður þó ekki neitað, að með öllum sínum göllum og gamalmennadýrkun var hann þó tilraun til þess að komast framhjá gerræði valdhaf- anna. Hann var tilraun, og hún ekki ómerkileg, til þess að fá hlut- rænt mat, óháðan mælikvarða á umsækj endur. Lýðræðið ætti að koma sér upp slíku á einhvern hátt, ef það kemur í ljós, að valdhafarnir hafa ekki nógan þroska til þess að beita valdi sínu vel. Á því sviði ætti að vera unnt að fá nokkurnveginn mælikvarða, að minnsta kosti mælikvarða, sem væri betri en einstaklins gerræði. Á öðrum sviðum verður það erf- iðara. Kjósendaveiðar eru ein mesta hætta lýðræðisins ef valda- aðstöðu er þar misbeitt. Þjóðfélag stenzt það ekki til lengdar, að slík misbeiting fari fram. Lýðræðinu er hvergi meiri hætta búin en í höndum valdhafa, sem hugsa meira um að framleiða kjósendur handa flokki sínum en gagnlega hluti handa þjóð sinni. Hér reynir lýðræðið mjög á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.