Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 56
VAKA i. árgangur . 1. ársfjórdungur
ræðið sé gott, þroska þess almenn.
ings, sem er settur í hásætið,
þroska bæði að standast forustu-
mennina og þroska til þess að
hugsa út yfir augnablikið, þroska
til þess að sjá sameiginlegan hag
allra þjóðfélagsþegnanna.
Önnur hættan liggur í hóflausri
beitingu flokksvaldsins og kjós-
endaveiðum á annarra kostnað.
Hér eru það fyrirliðarnir og
leiðtogarnir, sem á reynir.
Sá, sem með völdin fer, er trún-
aðarmaður allrar þjóðarinnar, en
það gleymist oft. Honum hættir
við að halda áfram að vera flokks-
foringi. Hann beinir fé þangað
sem fylgis er von. Hann setur
flokksmenn í flestar ábyrgðar- og
valdastöður.
Það er ekkert við því að segja,
þó að þeir, sem með völdin fara
í lýðræðisríki, séu harðhentir í
því að framkvæma sína stefnu.
Það er eðlilegt, að bændaflokkur
hlynni að bændum, að sósíalistar
efli þjóðnýtingu og einkafram-
taksflokkur rýmki um einstak-
lingsfrelsið til athafna. Það er
þeirra stefna, yfirlýst. Og um
hana dæma menn svo eftir ár-
angri.
En það er misbeiting lýðræðis-
ins að láta aðeins hluta hinnar
lýðfrjálsu þjóðar njóta fullra
mannréttinda, eins og oft vill
brenna við, úr því að valdhafarn-
ir nota allra fé og allra starfs-
krafta í þjóðfélaginu.
50
Einnig hér má segja, að önnur
stjórnarform hafi ekki verið betri.
En sannleikurinn er þó sá, að ein-
veldið hafði miklu minni freist-
ingu á þessu sviði, af því að vald-
hafarnir þurftu þar ekki á sama
hátt að sækja undir aðra. Gamli
kansellístíllinn t. d. í embætta-
veitingum hefir fengið að heyra
sitt af hverju. En því verður þó
ekki neitað, að með öllum sínum
göllum og gamalmennadýrkun
var hann þó tilraun til þess að
komast framhjá gerræði valdhaf-
anna. Hann var tilraun, og hún
ekki ómerkileg, til þess að fá hlut-
rænt mat, óháðan mælikvarða á
umsækj endur.
Lýðræðið ætti að koma sér upp
slíku á einhvern hátt, ef það
kemur í ljós, að valdhafarnir hafa
ekki nógan þroska til þess að beita
valdi sínu vel. Á því sviði ætti að
vera unnt að fá nokkurnveginn
mælikvarða, að minnsta kosti
mælikvarða, sem væri betri en
einstaklins gerræði.
Á öðrum sviðum verður það erf-
iðara. Kjósendaveiðar eru ein
mesta hætta lýðræðisins ef valda-
aðstöðu er þar misbeitt. Þjóðfélag
stenzt það ekki til lengdar, að slík
misbeiting fari fram. Lýðræðinu
er hvergi meiri hætta búin en í
höndum valdhafa, sem hugsa
meira um að framleiða kjósendur
handa flokki sínum en gagnlega
hluti handa þjóð sinni.
Hér reynir lýðræðið mjög á