Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 61
1. árgangur . 1. ársfjórðungur V A K A
í kórnum, allir búsettir innan-
sveitar nema einn, sem fluttist
þaðan fyrir fimm árum í næstu
sveit, en er enn í kórnum.
Söngstjórar kórsins frá byrjun
hafa verið tveir bræður, Gísli og
Þorsteinn Jónssynir frá Eyvindar-
stöðum í Blöndudal. Þeir eru báð-
ir fæddir á Eyvindarstöðum, Gísli
árið 1902, en Þorsteinn árið 1904.
Þeir bræður stunduðu báðir nám
í Hólaskóla, en hafa engrar til-
sagnar notið í söngfræðum. Með-
fædd sönghneigð þeirra, sjálfs-
nám og áhugi fyrir þvx að vinna
þessum málum gagn hefir hér
sem oftar orðið drýgstur leiðar-
vísir. Þeir bræður skiptust á um
söngstjórnina til ársins ' 1937.
Þá um veturinn andaðist Gísli.
Lát hans var eitt af mörgum
djúpum og vandfylltum skörðum,
sem höggvin hafa verið í raðir
hins fámenna áhugamannahóps.
Þeir, sem eftir stóðu, létu þó eng-
an veginn bugast, heldur hafa
haldið merkinu á lofti, þótt ann-
ar foringinn og margir óbreyttir
liðsmenn hafi fallið í valinn.
Þorsteinn er núverandi söng-
stjóri kórsins. Stjórnar hann
kórnum með yfirlætislausri ró og
lipurð. — Kórinn hefir alloft
efnt til samsöngva innan hrepps
og utan, jafnan við góðan orð-
stír.
Síðastliðið vor lagði kórinn upp
í söngför um Húnavatnssýslu og
kom þá hingað í skólann. Kynnt-
Söngstjórar
Karlakórs Ból-
staðarhlíðar-
hrepps, bræð-
urnir Gísli (sitj-
andi) og Þor-
steinn Jónssynir
írá Eyvindar-
stöðum I
Blöndudal.
ist ég þá sumum félögum kórs-
ins og starfsemi hans. Var mér
mikil ánægja að sjá þessa vask-
legu söngmenn, sem komu beina
leið frá erfiðri vinnu, veðurbarð-
ir og vinnulúnir, en frjálslegir,
léttir og prúðir í framkomu. Það
var auðséð á þeim, að þeir höfðu
unnið saman í góðum félagsskap
fyrir gott mál og göfgandi. Það
starf þeirra hefir mýkt þá og
stælt í senn.
Söngskráin var fjölbreytt, og
leysti kórinn hlutverk sitt af
hendi með hinni mestu prýði.
Það eru ótrúlega margir góðir
raddmenn í þessu byggðarlagi.
Sérstaklega hefir einsöngvari
kórsins, Guðmundur Sigfússon,
fallega og hreina tenórrödd.
Enda vakti söngur þeirra félaga
almenna hrifningu. Ef til vill eru
einhver lýti á söng þeirra eftir
ströngustu kröfum listarinnar, en
55