Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 65

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 65
7. árgangur . 7. ársfjórðungur V A li A geta foreldrarnir undir öllum venjulegum kringumstæðum, haft mest áhrif á það, enda eiga þau að hafa það að öðru jöfnu. — Hálfan annan áratug hefir all- mikið af starfi mínu verið í þágu barna innan skólaaldurs. Sem þátttakandi í störfum Barnavina- félagsins Sumargjöf hefi ég haft sérstaklega góða aðstöðu til að kynnast þessum málum. Og eftir margra ára athuganir þykist ég hafa orðið var við alvarlega veilu í viðleitni okkar á sviði uppeldis- málanna. Hún er sú, að vér sjá- um ekki verandi og verðandi for- eldrum fyrir œskilegum undir- búningi undir uppeldisstarf þeirra. — Rannsóknir hafa þrá- faldlega leitt í ljós, að uppeldis- vandræði stafa oft af mistökum þeirra, sem uppeldið hafa á hendi. Og þó að fleiri hafi áhrif á barnið en foreldrarnir, þá hafa þau að öðru jöfnu bezta aðstöðu til að fyrirbyggja vandræði í upphafi. Þess vegna þurfa þau að gera sér far um að vera sterkir, samtaka og hollir áhrifavaldar á barnið. Þótt ekki sé að efast um góðan vilja foreldranna, þá sýnir reynsl- an, hin síendurteknu mistök og uppeldisvandræði, að þörf er á að auka uppeldisþekkingu foreldr- anna og glæða ábyrgðartilfinn- ingu þeirra. Barnssálin er svo við_ kvæm og svo óafmáanleg þau áhrif, er hún verður fyrir, að við leitni uppalendanna verður á hverjum tíma að vera örugg og markviss og miðast eingöngu við það, sem barnið þarf og því er fyrir beztu. En hvaða mat leggjum vér á köllun foreldranna og hvaða und- irbúningur er þeim fenginn til upp eldisstarfsins ? Áður en þessari spurningu er svarað, er fróðlegt að athuga, hvaða kröfur eru gerðar til manna í hinum ýmsu starfsgrein- um nú á tímum. Með aukinni verkaskiptingu og auknum kröf- um um hraða, öryggi og vörugæði — auk samkeppni um störf — er stöðugt hert á kröfunum um full- komið sérnám þeirra, sem verkin eiga að vinna og fyrir þeim að standa. Vill nokkur yður, lesendur góðir, aka í bíl nema lærður bíl- stjóri sitji við stýrið? Og mynduð þér fást til að ferðast í flugvél, ef ólærður maður stjórnaði henni? Þess er krafizt, að maður, sem á að stjórna brúarsmíði eða byggingu hafnargarðs, hafi þekk- ingu til að reikna út styrkleika- þörf slíkra mannvirkja. Verk- fræðingur eða lærður múrari, verður að vaka yfir kaldri steypu- leðjunni, sem fyrir hans aðgerðir á að breytast í hættulaus og holl híbýli. Og ef þér verðið veik og þurfið að leita til læknis, hverjar kröfur gerið þér til hans? Er ekki alls staðar sama sagan? Jú, ákveðin þekking er hvarvetna heimtuð til þess að mönnum sé 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.