Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Page 69
/. nrgangur . /. ársfjórðungur VAKA
Fyrsta bók frumsamin á íslenzku
um það efni, alþýðlegt fræðirit,
ágæt bók og nauðsynleg öllum
foreldrum. Viðtökur þessara bóka,
sem eru meðal beztu rita á ís-
lenzku um þessi efni, gætu gefið
bendingu um, hvert far foreldrar
gera sér um að afla sér ótilkvödd
þekkingar í þessum efnum.
Þá vil ég drepa nokkuð á, hvað
gera þyrfti í þessum efnum. Skal
þá fyrst vakin athygli á merkilegu
frumvarpi um kvennaskóla og
umbætur á húsmæðrafræðslunni,
sem lá fyrir síðasta Alþingi.
Námsskrá kvennaskólanna þarf
að gerbreyta. Uppeldis- og barna-
sálarfræði, auk verklegrar
kennslu í meðferð ungbarna, eru
sjálfsagðar skyldunámsgreinar.
Ekkert annað en raunhœft starf,
sem er í samrœmi við kröfur lífs-
ins sjálfs kemur hér að gagni.
En þetta er ekki nóg. Héraðsskól-
arnir ættu að taka upp á starfs-
skrá sína að veita nemendum sín_
um nokkra yfirsýn um helztu
stefnur, sem uppi eru í uppeldis-
málum og glæða áhuga og skiln-
ing nemendanna á þessum mál-
um. í framtíðinni er hugsanlegt
að hægt væri að koma upp eins-
konar foreldraskólum eða náms-
skeiðum, fyrirlestrastarfsemi og
leshringum fyrir áhugasama for-
eldra. Þá myndi og vera mikil
hjálp í að bókasöfn og lestrarfé-
lög öfluðu sér góðra og viður-
kenndra bóka um uppeldismál.
Á síðari árum hefir allmikið
verið rætt og ritað hér um upp-
eldismál, en þó er það sáralítið,
borið saman við ýmislegt annað,
sem rætt er um og ritað hér á
landi. Má í því sambandi nefna
allar ritsmíðarnar um pólitískt
dægurþras og erlendar stríðs-
fregnir. En ég vil spyrja: Hvort
finnst yður, sem orð mín lesið,
meiru skipta og markverðara til
umhugsunar, brennur og bróður-
morð úti í heimi, eða aðbúð og
ræktun barnanna og ungling-
anna, sem eiga að erfa landið.
Oss verður að vera það ljóst,
hversu dýrmætur einstaklingur-
inn er, sérstaklega fyrir fámenna
þjóð. Og oss ber að minnast
þess, að
„Við erum sælir út við ís,
að eiga hæli í friði“.
Það á að vera metnaður vor
að nota þann dýrmæta, og nú á
tímum fágæta, frið til þess að
viðhalda og byggja upp menningu
vora.
Og vér byrjum óefað rétt á
þeirri menningarbaráttu, ef vér
stuðlum að því, að allir foreldrar
séu sem bezt undir uppeldisstarfið
búnir.
Og að síðustu þetta:
Vér lifum ekki á liðinni gull-
aldarfrægð, og ennþá síður á því
að fylgjast einhliða með dægur-
flugunum, stríðsfregnum, fata_
tízku o. s. frv. Eitthvað af hinni
æstu löngun til að fylgjast með
63