Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 71

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 71
1. árgangur . 1. ársfjórdungur VAKA um þjóðarinnar, þar sem unnið var að því, að fegra hana og göfga og gefa henni það menningarlega gildi, sem glíman óneitanlega hefir, þegar hún er rétt iðkuð. í þessum tveim áðurnefndu skólum eignaðist glíman heimili, þar sem hún naut þess fósturs og aðbúðar, sem þroskaði hana sem íþrótt, og þaðan breiddist hún út meðal þjóðarinnar, fegurri og fullkomn- ari en áður. En þegar þessir skól- ar lögðust niður, voru það Bessa- staðir, sem fóstruðu snjöllustu glímumennina, enda höfðu Bessa- staðamenn þessa fornu þjóðar- íþrótt mjög í heiðri, og má segja, að hún kæmi þar í stað skólaleik- fiminnar nú á dögum. Sumir þessara manna urðu síð- ar þjóðkunnir, t. d. þeir Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæ- mundsson, sem báðir voru ágætir glímumenn. Þessu næst hefst niðurlæging- artímabil glímunnar, sem óhætt er að segja að vari enn. Bessa- staðaskóli hvarf úr sögunni, og þá átti glíman ekkert heimili lengur. Þessi göfuga íþrótt okkar féll smám saman í gleymskunnar dá, og menn fóru að líta á glím- una sem forna frægð, er tilheyrði liðnum tímum. Á einstöku stöðum á landinu hefir þó glíman verið iðkuð nokkuð stöðugt, t. d. í sum- Uhi sveitum Suður-Þingeyjarsýslu. En það var ekki nóg með það, glíman yrði hálfgleymd íþrótt og iðkuð af fáum, heldur missti hún smátt og smátt hinn rétta svip sinn, fegurð og gildi, og má þar mikið um kenna nýju ákvæði sem sett var inn í glímureglurnar, ákvæðinu um handvörnina. — Glímureglunum var breytt á þann veg, að glímumaður mátti verja sig falli með því að bera fyrir sig hendur og taldist það eitt bylta, ef hann snerti jörð fyrir ofan hné eða olnboga. Áður var það al- mennt gildandi regla, að „fallinn væri sá, er fótanna missti“, eða snerti jörð fyrir ofan hné, því að þá var handvörnin ekki komin til sögu. Það er og sannanlegt mál, að jafnhliða hinni nýju reglu, varð glíman þunglamalegri, stirðlegri og oft á tíðum ódrengilegri leikur en hún á að vera og þarf að vera. Handvörnin hefir svo að segja út- rýmt lágbrögðunum, t. d. krækju, hælkrók og leggjarbragði, sem settu sinn létta, skarpa og fjöl- breytilega blæ á glímuna. Lág- brögðin útheimtu ekki mikla krafta, heldur flýti, skerpu, bragðvissi og lipurð. Þá stóðu litlir menn tiltölulega jafnvel að vígi og stórir, í stað, þess, að nú þýðir lítið fyrir aðra en sterka menn og stórvaxna að taka þátt í glím- um, t. d. kappglímum. Litlir menn eru oft snöggir og liprir í glímu, og eiga auðvelt með að koma sér stærri og sterkari mönnum af fót- unum, en þá taka hendurnar við 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.