Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Side 79
1. árgangur . 1. ársfjórdungur VAKA
lífskjör eiga drjúgan þátt í því að gera
fólkið vaxtarfegurra, frjálslegra og
djarfmannlegra í framgöngu ....
En hverjar vonir má svo tengja við
þetta unga fólk? Sennilega er eldra
fólkið ekki sem ánægðast með eftirkom-
endurna, en reynslan leiðir í ljós á sín-
um tíma, hvernig það fólk, sem nú er
ungt, snýst við vandamálunum, þegar
framkvæmdavaldið verður lagt í hendur
þess. En maður skyldi ætla, að frjáls
samtök og samvinna í atvinnumálum,
eigi vaxandi gengi að fagna meðal þjóð-
arinnar. Vegna fámennis og fátæktar er
Islendingum öðrum þjóðum nauðsyn-
legra að leysa vandamál sín í samein-
ingu og bróðerni.... “
Hallgeir Elíasson.
„íslenzk nútímaæska á við betri skil-
yrði að búa, en áður eru dæmi í sögu
þjóðarinnar, þess vegna verðum við að
gera til hennar
miklar kröfur.
Það er æskan,
sem á að erfa
landið, það er
hún, sem á að
taka við störf-
um forfeðranna.
Og við unga
fólkið verðum
um fram allt, að
sýna, að við sé-
um ekki óverðug
þeirrar mennt-
unar og þeirra
góðu skilyrða,
sem við höfum orðið aðnjótandi. Við
verðum að sýna, að það sé táp í okkur,
að við séum fær um að taka við störfum
feðra okkar og mæðra, að ekki hafi
verið á glœ kastað þeim verðmætum,
sem varið hefir verið til þess að veita
okkur gott uppeldi. íslenzk æska verður
að ganga óhikað til verks, og það verð-
úr að vera takmark hennar að nema
ný lönd á vegi framfara og menningar.
Það eru næg viðfangsefni fyrir hendi,
nægilegt rúm fyrir starfsorku á hvaða
sviði sem er, og fjöldi óleystra vanda-
mála. — Það er erfitt í ári eins og nú
standa sakir. En æskan má ekki láta
hugfallast, því að ef hún missir traust-
lð á sjálfri sér, er úti um hana. Við
yerðum að horfa hugd.iörf til fyrir-
heitna landsins, til framtíðarinnar. Og
þó að virðist „steini þungum lokuð leið
fyrir“, megum við ekki gleyma því, að
við búum í lítt numdu landi, sem hefir
fulla þörf fyrir æskuþrek okkar og
starfsorku.“
Inaibjörg Erlendsdóttir.
„.... Þegar gerður er samanburður á
þeim möguleikum, sem æskumaður nú-
tímans hefir til
þess að ákveða
framtíð sína,
velja og hafna,
og á framtíðar-
möguleikum
hinna eldri kyn-
slóða, þá er auð-
sær mjög mikill
mismunur. Fyrr
á tímum átti
æskumaðurinn
naumast um
annað að velja
en halda áfram
starfi föður síns.
Bóndasonurinn átti vart annara kosta
völ en verða bóndi .... Nú er viðhorfið
stórum breytt. Skólar hafa risið upp
fyrir almenning, nýjar atvinnugreinar
hafa bætzt við og framtíðarmöguleikar
æskufólksins eru mikið fjölbreyttari nú
en þá. Gata æskunar hefir verið rudd og
sléttuð.
Hvernig er svo viðhorf íslenzkrar nú-
tímaæsku til framtiðarinnar? Því verður
naumast svarað í fljótu bragði. En frá
mínu sjónarmiði hefir æskan gleymt
skyldu sinni. Hún vill fyrst og fremst
njóta lífsins, eiga hæga daga og
áhyggjulitla. Hugsanir hennar eru ekki
tengdar starfi, ekki hugsjónum eða bar-
áttu fyrir þeim, heldur auknum lífs-
þægindum, auknum möguleikum til þess
að njóta lífsins — Æskan á að vísu til
þrótt, en henni hefir láðst að temja sér
að beita honum. Hún hefir gleymt, að
innan skamms er það hennar að taka við
starfi eldri kynslóðarinnar, halda áfram,
þar sem hún hættir. Hún lætur hag
lands og þjóðar þoka fyrir sjálfselsku-
fullum kröfum um meiri þægindi.
En æskan vaknar, hennar vitjunar-
tími mun koma. Þá metur hún að verð-
leikum það feikna starf, sem hugsjóna-
menn fyrri kynslóða hafa fyrir hana
unnið, og þá mun koma í ijós, að hún er
þess starfs ekki óverðug. Þá verður hag
lands og þjóðar skipað framar öllu öðru,
73