Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 85

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Qupperneq 85
I. árgarigur . 1. ársfjórðungur VAKA fast eftir. Bæjarfógetinn telur sig t. d. enga vissu hafa fyrir, að maður sé til, ef ekki er hægt að reka skírnarvottorðið upp að nefinu á honum. Svo strangur er smiðurinn ekki. Ef hann fær að vita nöfn hjónaefnanna, er hann ánægður, og hann lætur sér nærveru þeirra nægja sem sönnun þess, að þau séu raunveru- lega til. Að vísu er til ákvæði um það, að hjónaefnin skuli hafa dvalið tuttugu og einn dag á Skotlandi, áður en vígslan fer fram, en smiðurinn gengur heldur ekki hart eftir, að því skilyrði sé full- nægt. Ef útlendingar, sem láta gifta sig í smiðjunni, lofa að koma aftur seinna, er sú hlið málsins einnig út- kljáð. Ungum elskendum þykir mjög „ro- mantiskt" að láta gefa sig saman í smiðjunni í Gretna Green. Þegar smið- urinn heyrir bifreið nálgast smiðjuna, og það kemur fyrir flesta virka daga, veit hann, hvert erindið er. Hann þrífur þá af sér skinnsvuntuna í mesta flýti, leggur biblíuna á steðjann, sem kemur í stað altaris, og býður hjónaefnunum inn. í smiðjunni er hvorki sungið né leikið á hljóðfæri meðan athöfnin fer fram. Járnsmíðasveinninn heldur áfram vinnu sinni eins og ekkert hafi ískorizt. Hamarshögg hans er „músik“ athafnar- innar og vísan, sem hann raular fyrir munni sér, sálmasöngurinn. Sumir eru svo varfærnir, að láta gefa sig saman að nýju á strang-formlegan hátt. Jafnaðarlega er það konan, sem krefst þess. Annars er málum svo háttað, að hjónabandslöggjöfin í Skotlandi er stórum einfaldari en víðast hvar annars staðar. Þannig er það i raun réttri full- gilt hjónaband eftir skozkum lögum, ef karlmaður og kona lýsa því yfir í tveggja vitna viðurvist, að þau séu hjón. Það er mælt, að yfirvöldin í London vilji taka fyrir allar giftingar í smiðjunni í Gretna Green, en ýmsir fullyrða, að Skotar muni fyrr gera uppreisn gegn Englendingum en þola það, Konu fyrir tvær kýr Uganda er hérað í Afríku. Það liggur rétt um miðbaug jarðar og er að mestu byggt negrum. Norskur maður, Jacob Matheson, sem undanfarið hefir stundað þar gullgröft með góðum árangri, hefir skýrt norskum blöðum frá ýmsum kynlegum háttum íbúanna. Konur eru ekki mikils metnar í Uganda, sem bezt má sjá á því, að það er algengt að skipta á einni konu og tveimur kúm. Verðlag er og yfirleitt lágt. Appelsínur kosta hálfan eyri stykkið, stór kjúklingur fimmtán aura, lamb þrjár krónur o. s. frv. Negrarnir sjálfir segir Matheson að séu eins og illa vandir krakkar. Þeir steli öllu steini léttara, ef þeir sjái sér fært. Hvítum mönnum sýna þeir mikla virðingu og gera aldrei tilraun til að beita þá ofbeldi, þótt þeir séu mjög fá- mennir í Uganda. Hinsvegar eiga þeir oft i illindum innbyrðis. Póstgöngur til Uganda eru mjög strjálar. Bréf frá Noregi eru t. d. fimrh vikur á leiðinni, ef þau eru látin í póst. Hinsvegar hafa innfæddir menn í Uganda fljótvirka aðferð til þess að láta ýmiskonar nýmæli berast. Þeir nota til þess viss hljóðmerki, sem þeir láta berast frá einu þorpinu til annars. Á þann hátt barst Matheson t. d. fregnin um lát Englandskonungs mikið fyrr en ann- ars hefði orðið. Auðveldar fæðingar Enskur kvenlæknir, Katherine Vaug- han að nafni, telur sig geta komið í veg fyrir erfiðar fæðingar. Undanfarið hefir hún dvalið í Prakklandi og reynt aðferð sína. Telur hún sig hafa sannreynt ágæti aðferðarinnar við fimmtán fæðingar. 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.