Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 89
7. árgangur . 7. ársfjórðungur VAKA
Iiitfer lleiitzon:
V cl^erðariiiaðnr maimkynsins?
að var óþolandi hiti í járnbraut-
arklefanum, svo mikill hiti, að
það var ekki einu sinni hægt að blunda.
Fólki hlaut beinlínis að líða illa vegna
þess. Ég var einmitt að ergja mig yfir
þessum illþolandi hita, þegar lestin nam
staðar við litla stöð. Viðstaðan var
stutt. Inn í klefann til mín kom eldri
maður. Honum virtist ekki vera heitt
og ljósu sumarfötin hans fóru mjög vel.
Hann heilsaði svo alúðlega, en þó svo
kurteislega, að ekki var hægt annað en
láta sér geðjast vel að honum.
Ég gat virt hann rækilega fyrir mér,
því að hann sökkti sér þegar niður í
dagblaðið sitt. Hann var nokkuð við
aldur. Andlit hans var góðlegt og hlaut
að vekja traust. Hárið, sem var nokkuð
hæruskotið, var greitt snyrtilega aftur
frá enninu. Klæðaburður hans og allt
útlit var og hið snyrtilegasta. — 'Af svip-
breytingunum á andliti hans var vanda-
laust að geta sér til um hugsanir hans
meðan á lestrinum stóð. Lestrarefnið
féll honum sýnilega ekki í geð. Um fag-
urmyndaðan munn hans lék ýmist
hæðnisbros eða svipur hans varð mjög
angurvær. Að lokum andvarpaði hann
djúpt, braut blaðið saman, lét það nið-
ur í töskuna sína og umlaði fyrir
munni sér:
— Ojæja — ojæja.
Svo leit hann á mig — augu hans
voru mjög blá — og sagði:
ie 1 i u i: ig f> \ s a i \
•lónasai* .1 óussonai‘ —
[. bindi ritsafnsins kemur út í
byrjun desembermánaðar. -
Gerist strax áskrifendur að þess-
ari langmerkustu bók ársins.
Ilringið í síma 2353 eða send-
ið pantanir ykkar bréflega til
Jóns Helgasonar, pósthólf 961,
Reykjavík. Verður [»á bókin
sent gegn póstkröfu.
I. bindið verður á þriðja hundr-
að blaðsíður að stærð, og prýtt
myndum og frágangur í bezta
lagi.
Askriftarverð: 7,50 í vönduðu
bandi, en 5 krónur óbundin.
B « k a ú t }»• á f a S. U. F.