Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1938, Síða 95
7. árgangur . 7. ársfjórðungur VAItA
fólkinu, fræðslunni og framtíð föður-
landsins.
Hann var að minnsta kosti mjög
þægilegur ferðafélagi, hvað svo sem
stöðunni leið. Ég brosti því mínu blíð-
asta brosi, þegar lestin hægði á sér við
stöðina og hann gerði sig líklega til að
stíga út úr vagninum.
— Kærir þakkir fyrir skemmtilega
samfylgd, sagði hann. Nú skuluð þér fá
yður sæti hérna, hér er ekki trekkur en
samt sem áður ferskt loft.
Ég gerði eins og hann ráðlagði mér.
— Þetta er mjög vistlegt þorp, sagði
hann, Hér eru allmargar verzlanir og
stór sveit umhverfis. Hér dvel ég þangað
til á morgun, því að hér er án efa eitt-
hvað fyrir mig að gera.
— Er hér einnig lýðháskóli? spurði ég.
— Nei, en hér er ágætur gagnfræða-
skóli, svaraði hann.
Nú nam lestin að fullu staðar. Ferða-
félagi minn sté út úr vagninum, en
þegar hann var kominn út á stöðvar-
stéttina sneri hann sér við, opnaði vagn-
dyrnar aftur og mælti brosandi:
— Fyrst þér þjáist svona mikið af
hita, get ég kannske einnig gert eitt-
hvað fyrir y'öur!
Hann rétti mér pappírsblað, sem eitt-
hvað var prentað á, og sneri síðan í
áttina til stöðvarhússins. Lestin fór á
stað aftur. Ég fór að lesa blaðið, sem
ferðafélagi minn hafði fengið mér, sann-
færð um að hann hefði einhvern stór-
merkilegan boðskap að flytja hinu þjáða
mannkyni.
En hann var þá bara umboðsmaður
fyrir líkþornameðal!
(Lausl. þýtt).
HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG:
Nýtt bindi er kpmið.
| Boi'gfirjlinga sög 11
Hænsa-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungu,
Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðarvíga saga
Gísl þáttr Illugasonar.
Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út.
CLVx363 blaðsíður, 5 myndir og 2 kort.
Verð kr. 9.00 heft og kr. 15.00 í skinnbandi.
Aður komu út
Eg-ils saga, Laxilæla saga, Kyi'hyggja
snga og Krettissaga.
Aðalútsala
j Bókavtrxlun Sigfúsar E_v 111 n n <Isso n a r.
í
*