Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 21
Borgfirðingabók 2005
19
hverju herbergi. Þá voru
tveir útikamrar, annar
jyrir gesti og hinn fyrir
heimafólk að ógleymdu
næturgagni undir
hverju rúmi. Snemma á
hverjum morgni losaði
Jjósamaðurinn úr kam-
arfötunum. Sérstök
borðstofa var fyrir gesti
ásamt dagstofu, þar var orgel sem fósturamma mín Ingibjörg
Skúladóttir spilaði á. Þannsið hafði afi ogfósturamma að syngja
upp úr Fjárlögunum sem svo voru kölluð vegna kápumyndar
á Islensku söngvasafni fyrir Harmoníum. Þetta gerðu þau á
hverju kvöldi allt árið fyrir háttatíma, og létu gesti taka undir
þegar þeir voru til staðar. Sumarmánuðina voru setugestir
aðallega embœttismenn, læknar og kaupsýslumenn og börn
þeirra, aðrir tóku sér ekki sumarfrí íþá daga. Enskir veiðimenn
voru þeir fyrstu sem voru fastagestir, áður en veiðihús voru
byggð við Þverá sem var ein besta laxveiðiá í Borgarfirði á
þeim tíma. Afisá um alla fyrirgreiðslu jyrir þá ensku, sækja þá
á hestum í Borgarnes um 40 km með allan þeirra útbúnað og
síðan að sjá þeim jyrir leiðsögumönnum (túlkum) og hestum
með öllum útbúnaði við veiðarnar við Þverá. Til að geta
varðveitt laxinn sem daglega barst að meðan á veiðitíma stóð,
lét afi grafa jarðhýsi inn í stóran hól skammt frá bœnum. Það
var nokkuð stórt með tvöföldum inngangsdyrum. Is var tekinn
af ánni að vetri og jarðhýsið jýllt og það entist langt fram á
sumar. Kerti og eldspýtur voru alltaf til staðar til að lýsa upp
þegar inn var komið í jarðhúsið. Bœndur komu oft að kaupa
lax.
Gestir komu jiestir sjóveg frá Reykjavík til Borgarness. Var
flóabáturinn Skjöldur í förum frá 1916 þar til Suðurland
tók við 1919, síðan tóku hestar við að Norðtungu þar til
bifreiðaöldin hófst í Borgarnesi 1918. Fyrsta bifreið sem
komst langleiðina að Norðtungu árið 1920 var Overland
bifreið sem Júlíus Jónsson skósmiður í Borgarnesi átti. Flutti
hann jjóra laxveiðimenn í þeirri ferð. Eg lít svo á að það sem
gaf staðnum sérstakt gildi, var að Norðtunga var vel í sveit
sett, fagurt umhverfi, skógur í nágrenni, hengibrú yfir Berghyl
SumarÖvöl.|
Kins ok að undanfomu verður tekið á móti gestum til
sumardvalar í Norðtungu. — Nánari upplýsingar gefur
Sig. B. Runólfsson, simi 1726
og landssímastöðin í Norðtungu.
Morgunblaðið, 15.júní 1928