Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 105
Borgfirðingabók 2005
103
Geturðu nefnt mér
ákveðin dæmi um að sjóðir
félagsins, eins og t.d.
sjúkrasjóður, skipti veru-
legu máli fyrir félaga í
Verkalýðsfélaginu ?
Eg get það. Bamlaus
félagi með fullan bótarétt,
sem hefur veikst eða orðið
fyrir slysi og er búinn að
nýta sinn veikindarétt hjá
fyrirtækinu þar sem hann vinnur, fær 93-96.000 krónur á mánuði
úr sjúkrasjóði í allt að hálft ár. Ef hann er með tvö böm á framfæri
fær hann 111-115.000 krónurá mánuði íjafnlangan tíma. Þetta ertil
viðbótar bótum Almannatrygginga. Svo erum við náttúrlega aðilar að
lífeyrissjóðakerfinu. Okkar fólk er í Lífeyrissjóði Vesturlands og fleiri
sjóðum. Ef um alvarleg veikindi er að ræða getur komið til tímabundin
greiðsla úr lífeyrissjóði. Sjúkrasjóður greiðir krabbameinsleit að
fullu í dag. Einnig greiðir sjóðurinn allt að helming kostnaðar við
sjúkraþjálfun og sjúkranudd. Síðan greiðum við fæðingarstyrki,
gleraugnastyrki, heymartækjastyrki, dánarbætur o.fl.
Starfsmenntasjóður t.d., skiptir hann einhverju málifyrirfólksem
vill auka við menntun sína eða færni?
Já, hann gerir það. Við emm aðilar að starfsmenntasjóði sem
heitir Landsmennt, sem er innan Starfsgreinasambandsins, og líka að
Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofúfólks. Þetta em tveir megin-
sjóðimir, en þeir em fleiri. Þessir sjóðir em ekki allir eins upp byggðir.
Landsmennt hefur fram að þessu verið byggð upp af ríkisframlagi, en
verkalýðsfélögin borga talsvert mikið í hann sjálf, um einn þriðja á
móti ríkinu. Þar er hámarksstyrkur til einstaklings 35.000 krónur á
ári, og auk þess eiga menn kost á að fá sérstaklega 42.500 krónur
til að fara í meirapróf bifreiðastjóra eða fá aukin ökuréttindi eins og
það heitir víst nú. Þetta er mjög dýrt nám. Verslunarmennimir em
með hærri styrki. Hjá þeim fara réttindin eftir stigaeign hvers og eins.
Fyrirtækin greiða 0,15% af launum í sjóðinn og verkalýðsfélögin
þriðjung á móti.
Lífskjörum er mjög misskipt í samfélagi okkar. I verkalýðsfélög-
unum er eflaust drjúgur hluti þess fólks sem á við hvað lökust kjör að