Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 129
Borgfirðingabók 2005
127
er sagan um Flykkistjöm, sem er djúp tjörn í Karlsdal, uppi á há-
hálsinum, á merkjum Glitstaða og Höfða. Hún er á þessa leið:
Bóndinn á Brekku í Norðurárdal kaus sér legstað á Höfða. Jafn-
framt tók hann það fram að ekki mætti bera sig yfir Flykkistjörn.
Þegar bóndinn dó var hávetur og mikið fannfergi. Fengnir voru menn
til að bera líkið yfir hálsinn og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir
voru komnir suður undir Flykkistjöm. Var svo mikill snjór og ófærð
þar meðfram brekkunum að líkmennimir töldu það nær ófært. En á
Flykkistjöm var snjólaust og sléttur ís. Varð það úr að líkfylgdin færi
yfir tjömina. En þegar hún var komin út á miðja tjömina brast ísinn,
allt sökk niður, og þar er líkfylgdin enn þann dag í dag.
Nafnið á tjömin að hafa fengið af því að þar hafi sést eitthvert
ókennilegt flykki.
Eg var auðvitað við heyskap í mínu ungdæmi. Mér fannst Des-
eyjarheyskapurinn fremur þreytandi og tilbreytingarlítill. Glitstaða-
parturinn var svo stór að það tók óratíma að ljúka við hann, jafnvel
þótt sæmilega viðraði.
Til þess að komast út á Eyju þurftum við að fara á bát yfir Norðurá.
Ferjustaðurinn var beint fyrir neðan túnið heima. Þegar við vorum að
heyja á Eyjunni var yfirleitt ekki farið heim í mat og aldrei í kaffi,
heldur var heyskaparfólkinu fært á engjamar.
Um það leyti sem ég var farin að geta gert gagn við heyskapinn
kom rakstrarvél að Glitstöðum. Pabbi stjórnaði henni til að byrja
með, en síðan varð það hlutverk mitt nokkur sumur.
Rakstrarvélarhesturinn hét Vindur og hafði verið keyptur sunnan
úr Flókadal. Nafnið bar hann vegna litarins en ekki vegna þess að
hann væri fljótur og frár. Það var nú eitthvað annað! Hann var óskap-
lega latur. Engan hest hef ég þekkt sem gat gengið jafnhægt. Auðvitað
hefur honum leiðst þetta sífellda labb og snúningar alveg gífurlega.
Við bar að Vindur fældist skyndilega án sýnilegra orsaka, en aldrei
varð það að slysi þótt litlu mætti muna. í matar- og kaffitímum stóð
Vindur oftast yfir okkur og fékk þá að smakka á flestu sem okkur var
sent. Það var sama hvað honum var rétt, hann tók við öllu og japlaði
á því.
Þó að við Vindur færum hægt með rakstrarvélina spöruðum við
rakstrarfólkinu heilmikla vinnu. Ljánni var rakað í flekki sem náðu
kannski neðst neðan úr Odda og fram að merkjum, þ. e. voru mörg