Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 60
58
Borgfirðingabók 2005
ljúka því“. Þetta festist svo í mér að ég held ég muni það orðrétt. Og
ég skammaðist mín, því ég fann á orðum hans að ég var hálfgert að
móðga hann með því að vanþakka að mega standa í þeim sporum
sem hann hefði gjaman viljað vera í tuttugu árum fyrr.
Svo rákum við féð, nokkra tugi af lambám frá mörgum bæjum,
ofan að Gilsbakka, rúðum þar og mörkuðum.
Ætti ég kannski líka að segja frá því þegar við vomm þrír í nokkra
daga haustið 1950, við feðgar og Guðmundur, að bæta streng í og
girða upp fjallgirðinguna hér austur Eggjamar svo hún mætti verða
fullgild varnarlína vegna íjárskipta? Það var komið fram í októberlok
og nóttin orðin löng, og við fómm snemma upp og vorum að meðan
verkljóst var. Þá kom Guðmundur á jeppanum á morgnana og við
fómm allir á hestum frá okkur uppeftir. Eitt kvöldið vorum við að
ríða heim eftir dagsverkið og orðið skuggsýnt. Guðmundur reið
viljugum klárhesti brúnkúfóttum, sem honum féll ágætlega við.
Við komum á brún á brattri brekku með greinilegri götu, en neðan
brekku hafði gatan orðin að vatnsgrafningi eftir að Guðmundur hafði
farið hana síðast, sjálfsagt fyrir alllöngu. Hann ríður hratt á undan
niður brekkuna, og þegar Kúfur kemur í grafninginn steypist hann á
hausinn og Guðmundur fram af. Klárinn bröltir strax upp úr og við
feðgar sjáum það af brekkubrúninni, dauðhræddir um að hann lendi
ofan á manninum. En Kúfur hreinsaði sig af að brölta upp úr án þess
að koma við hann, en þá sjáum við í húminu að Guðmundur liggur
uppíloft í skomingnum og vísa útlimir til himins eins og á kind í af-
veltu. Það var óviðráðanlega hlægileg sjón, en þó verð ég að segja
okkur feðgum það til afbötunar að við spmngum ekki fyrr en við
sáum að Guðmundur var ómeiddur. Það var ekki einu sinni dottin af
honum alpahúfan. „Já, nú getið þið hlegið, bölvaðir," sagði hann, en
sá jafnskjótt hið spaugilega við aðstæðumar og skellihló líka. Settist
síðan aftur á Kúf og við riðum heim í myrkrinu.
Einhvers staðar stendur: „Segið þá kímna sögu af sveitarskáldinu
gamla. Það gæti ekki gert mér annað en gott inn í blundinn minn“.
Þessi dæmi læt ég nægja um þau störf sem við gengum að saman.
En sama var hvað var, það var alltaf gott að vera og vinna með honum,
lagvirkur og kappsamur við verk, ötull leita- og ferðamaður, langt í
frá skaplaus, en það skap var tamið við slíka kurteisi að ekki brá út af.
Og honum fylgdi alltaf góður vinnuandi, glaðværð og skemmtun.