Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 60

Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 60
58 Borgfirðingabók 2005 ljúka því“. Þetta festist svo í mér að ég held ég muni það orðrétt. Og ég skammaðist mín, því ég fann á orðum hans að ég var hálfgert að móðga hann með því að vanþakka að mega standa í þeim sporum sem hann hefði gjaman viljað vera í tuttugu árum fyrr. Svo rákum við féð, nokkra tugi af lambám frá mörgum bæjum, ofan að Gilsbakka, rúðum þar og mörkuðum. Ætti ég kannski líka að segja frá því þegar við vomm þrír í nokkra daga haustið 1950, við feðgar og Guðmundur, að bæta streng í og girða upp fjallgirðinguna hér austur Eggjamar svo hún mætti verða fullgild varnarlína vegna íjárskipta? Það var komið fram í októberlok og nóttin orðin löng, og við fómm snemma upp og vorum að meðan verkljóst var. Þá kom Guðmundur á jeppanum á morgnana og við fómm allir á hestum frá okkur uppeftir. Eitt kvöldið vorum við að ríða heim eftir dagsverkið og orðið skuggsýnt. Guðmundur reið viljugum klárhesti brúnkúfóttum, sem honum féll ágætlega við. Við komum á brún á brattri brekku með greinilegri götu, en neðan brekku hafði gatan orðin að vatnsgrafningi eftir að Guðmundur hafði farið hana síðast, sjálfsagt fyrir alllöngu. Hann ríður hratt á undan niður brekkuna, og þegar Kúfur kemur í grafninginn steypist hann á hausinn og Guðmundur fram af. Klárinn bröltir strax upp úr og við feðgar sjáum það af brekkubrúninni, dauðhræddir um að hann lendi ofan á manninum. En Kúfur hreinsaði sig af að brölta upp úr án þess að koma við hann, en þá sjáum við í húminu að Guðmundur liggur uppíloft í skomingnum og vísa útlimir til himins eins og á kind í af- veltu. Það var óviðráðanlega hlægileg sjón, en þó verð ég að segja okkur feðgum það til afbötunar að við spmngum ekki fyrr en við sáum að Guðmundur var ómeiddur. Það var ekki einu sinni dottin af honum alpahúfan. „Já, nú getið þið hlegið, bölvaðir," sagði hann, en sá jafnskjótt hið spaugilega við aðstæðumar og skellihló líka. Settist síðan aftur á Kúf og við riðum heim í myrkrinu. Einhvers staðar stendur: „Segið þá kímna sögu af sveitarskáldinu gamla. Það gæti ekki gert mér annað en gott inn í blundinn minn“. Þessi dæmi læt ég nægja um þau störf sem við gengum að saman. En sama var hvað var, það var alltaf gott að vera og vinna með honum, lagvirkur og kappsamur við verk, ötull leita- og ferðamaður, langt í frá skaplaus, en það skap var tamið við slíka kurteisi að ekki brá út af. Og honum fylgdi alltaf góður vinnuandi, glaðværð og skemmtun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Borgfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.