Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 125
Borgfirðingabók 2005
123
horfnu búskaparháttum (/ svörum við spurningum þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafns. Innsk. ritstj.):
„Heyskapurinn á Desey var mesta púl, bœði fyrir menn og
skepnur. Eg hlakkaði alltaf til að fara uppeftir en var dauðfeg-
inn þegar búið var. Ekki tók nema viku að heyja Hamarspart-
inn ef vel gekk og þurrkur var.
Farið var strax og búið var að heyja túnið. Við vorum með
þeim fyrstu á Eyjuna, en stundum var byrjað nokkuð snemma
frá Glitstöðum Iíka. Allt heyskaparfólkið á Hamri fór uppeftir
að heyja, venjulega fjórar eða fimm manneskjur.
Þegar ég var strákur var ég látinn passa hestana fyrir neðan
bakkann svo þeirfœru ekki í slœgjuna. Það gekk ekki alltaf vel,
því þegar þeir voru búnir að vera þarna í einn eða tvo daga
urðu þeir leiðir og vildu rása.
Alltaf var slegin fornslœgja og því ekki heyjað nema nokkuð
af partinum. Þannig var þetta víðast á bæjunum hér, slegin
fornslægja fram í miðjan ágúst. Þá var ekki borið á engjar
eins og nú tíðkast. Arið 1918 var ekkert slœgt. Þegar komið
var fram undir réttir fórum við þrír og slógum allan daginn
á Desey. Við slógum eitthvað 6 eða 7 kapla - einu sinni upp á
heimahestana.
Þá bjuggu hér á Glitstöðum bræðurnir Hermann og Þorsteinn
Þórðarsynir, Hermann á Glitstöðum og Þorsteinn á Uppsölum.
Þeir heyjuðu uppi í hálsi þetta sumar, Þorsteinn fyrir framan
Karlsdal en Hermann fyrir utan, aðallega í Kolássundinu.
Kolássundið var tvisvar heyjað frá Hamri í mínu minni.
Mikið af Hamarspartinum á Desey var slétt, en heyskapurinn
þar var erfiður í óþurrkatíð. Maður fór kannski heim frá
mestöllu heyinu flötu. Svo kom glýja og maður varð að fara
uppeftir að snúa, oft til einskis. Stundum var kannski komin
rigning þegar við vorum komin uppeftir.
Klukkutíma ferð var á engjarnar, kannski tœplega þó, því riðið
var eins greitt og mögulegt var. Fyrst þegar ég man eftir var
ekki haft tjald en farið heim á kvöldin. Eftir að tjaldið kom
var farið að liggja við, að minnsta kosti stundum. Það var
minna erfiði. Við reiddum orfin og hrífurnar, taðpoka og mat.
Eg reiddi stundum trédall með baunum, hrœringi oggraut. Oft
var haft súrt skyr og hafragrautur og mjólkurflöskur reiddar
með í útálát. Farið var með átmat með sér, en mjólkurmatur