Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 182
180
Borgfiróingabók 2005
Aræði og olíuluktin góða
Góðgerðir þáðum við í Vatnshorni, en vorum búnir að ákveða að
reka áfram og ná heim um kvöldið. Einar var ákveðinn í að koma
með okkur bræðrum og klára ferðina. Ekki var þetta talin fyrirhyggju
ferð af húsbændum í Vatnshorni, og reynt var að tala um fyrir piltum
þessum en án árangurs. Menn um tvítugsaldurinn taka ekki allir for-
tölum eldri manna. Þeir treysta á mátt sinn og megin með hæfilegri
forsjá og æðruleysi hins unga. En reynsla hinna eldri kom að góðum
notum. Þegar Höskuldur bóndi skildi við okkur þremenninga utan við
fjárhúsin rétti hann okkur olíulukt með ljósi sem við skyldum halda
á með okkur, og reyndist hún bjargvættur ferðarinnar. Að endingu lét
hann þau orð falla að það væri sér að kenna ef við dræpum okkur á
þessu flani. Ég held að hann hafi ekki haft neina meiningu í þessu og
undir niðri hafi hann verið ánægður yfir áræðinu í okkur.
Veður var stillt, og blakti vart ljósið á luktinni. Ekki man ég nú
hvort við vorum með einhverjar varaeldspýtur ef slokknað hefði
á henni. Við tókum strax brautina frá því fyrr um daginn, og rakst
þolanlega upp til brúna. Er þangað kom var orðið fulldimmt með
stjömuhimni heiðum en engu tungli. Kindumar gerðust nú þvældar
af rekstrinum og áhugalausar um framhaldið, stefnan í öfuga átt við
heimahagana. Nú bjargaði luktin málunum. Ég fór á undan með
hana, en þeir félagar ráku kindumar á hæla mér. Engin hraðferð var
þetta en mjakaðist til réttrar áttar. Brautin frá því fyrr um daginn var
nú frosin orðin, og létti það mjög gönguna. Eins var blessað lognið
okkar happ; aldrei lá nærri að slokknaði á luktinni.
I dagbókinni stendur að við höfum náð heim á seinni tímanum í
átta um kvöldið eftir mikið erfiði, og í minni mínu er að ég var orðinn
vel þreyttur þetta kvöld. En það var svo sem engin nýlunda. Maður
var alinn upp við þessar aðstæður. Nú nálgast þetta þjóðsögumar
óðum, fjarlægur tími sem ekki snýr aftur.
Þess má geta í eftirmála að morguninn eftir, aðfangadag jóla, var
komin suðaustan slydduhríð og versta veður. Einar gisti um nóttina
í Grafardal, fór heim um morguninn og var ekki lengi yfir hálsinn.
Kindur þær sem skrif þessi snúast um héldu jólin í Grafardal, en vom
síðan reknar niður í Kornahlíð, komust þar á bíla og em úr sögunni.
Þorláksmessa þessari lík endurtekur sig ekki. Nýr aldarandi sér
til þess.