Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 114
112
Borgftrðingabók 2005
Þegar heim kom setti ég kotið og annað sem ég hafði keypt inn
á borðstofuborð. Seinna um daginn ákvað ég að sýna mínum manni
innkaupin, svona eins og konur gera oft, stoltar eftir slíka „sportdaga"
með smá fiðring í maganum: Þetta var nú sennilega of dýrt, kannski
passar þetta ekki alveg og allt það, tilfinning sem ég veit að margar
konur þekkja. En viti menn, kotið var ekki í pokanum. Allt annað
var þar, en ekki kotið. Ég leitaði heima fyrir, hringdi í búðina, kíkti
í bílinn, kannaði hvort þetta hefði nokkuð farið heim með vinkonu
minni, en allt kom fyrir ekki. Kotið fannst ekki.
Daginn eftir vissi ég hvar kotið var. Hvemig ég vissi það veit ég
ekki. Eg bara sá hana. Hún var afar fínleg og falleg og mjög ánægð
með kotið. Það fór vel við fallegt pilsið hennar, sem var dökkt, enda
kotið ljóst. Hún hafði grannar, ávalar axlir, langan háls og sítt hár.
Kotið smellpassaði, og hún brosti. Þetta var brúðkaupið hennar og
hún var ánægð.
Ég skildi þetta alveg, ræddi það ekki aftur. Rúmlega tveim vikum
síðar lá kotið, afar vel brotið saman, ofan á rúmteppinu mínu. Ofan á
rúmteppinu! Ég hafði svo sannarlega sofið í rúmi mínu þessar vikur,
svo ég veit að það hafði ekki verið þar frá innkaupsdegi.
Ég skildi þetta alveg, ég hafði séð hana glaða og fallega, og þetta
kot passaði henni, myndi aldrei passa mér.
Síðar gaf ég svo kotið annarri góðri konu. En tilgangurinn með
kaupunum var nokkuð ljós.
Á