Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 136
134
Borgfirðingabók 2005
kyrrt veður og dökkbrúnn skálinn með snævi þakta brekkuna að baki.
Norski og íslenski fáninn voru dregnir að húni hlið við hlið á hlaðinu
framan við skálann, en bærðust ekki í kyrrðinni. Brekkan ofan við
skálann iðaði af skíðafólki, sem var eins misjafnt að aldri og getu og
það var margt.
Skömmu eftir að ég kom á mótsstaðinn hófst keppni í svigi, en
hún fór fram í íjallinu fyrir ofan skálann. L.H. Múller mótsstjóri
kom inn á mótssvæðið með tréausu og potthlemm sem hann barði
saman. Á þann hátt kallaði hann keppendur til leiks að norskum sið.
Norski skíðakappinn var undanfari í svigkeppninni og sýndi þar,
eins og vænta mátti, mikla yfirburði. Að svigkeppninni lokinni var
haldið austur í Flengingarbrekku, þar sem komið hafði verið fyrir
skíðastökkspalli. Þar sýndi hinn norski meistari listir sínar af svo
undraverðu öryggi að unun var á að horfa, enda lét fólkið hrifningu
sína óspart í ljós. Það var ekki annað að sjá en að Birger Ruud væri
jafn eðlilegt að svífa í loftinu á skíðunum eins og okkur að ganga á
sléttu gólfi.
Næsta dag, sem var sunnudagur, fór ég aftur austur í Hveradali,
og nú fór Bjami frá Hraunsási með mér, en þá átti að keppa í skíða-
stökki. Nú hafði brugðið til hins verra með veður, því skömmu eftir
að við komum á mótsstaðinn fór að hvessa á sunnan og síðan að
rigna. Keppendur létu það ekki hafa áhrif á sig, heldur luku keppni
við ansi erfið skilyrði, og Birger stökk þar líka, en einnig var hann að
leiðbeina keppendum. Að lokum fór hann heljarstökk á skíðunum,
sem vakti geysilega hrifningu.
Næsta dag var ég um kyrrt í Reykjavík, en á þriðjudegi fór ég með
Laxfossi upp í Borgames áleiðis heim.
Eftir að ég kom heim úr þessari ógleymanlegu ferð austur í Hvera-
dali notaði ég hvert tækifæri sem gafst til að komast með skíðin í
snjó, og svo gekk þar til vorið kom og snjóinn leysti.
Námskeið í Kalmanstungu - og annað syðra
Næst bar það til tíðinda í skíðamálum að ungmennafélagsfundur
var haldinn 6. nóvember 1939. Þar bar Jón Sigurðsson í Hraunsási
fram tillögu þess efnir að haldið yrði skíðanámskeið sem stæði í viku.
Var hún samþykkt. Það var svo ekki fyrr en á útmánuðum að stjóm
félagsins samdi við húsráðendur í Kalmanstungu um að fá að halda
námskeiðið þar. Það reyndist auðsótt. Námskeiðið stóð frá 12. til 17.