Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 55
Borgfirðingabók 2005
53
Á gröf Kristínar óx lengi hvönn sem Guðmundur hafði sett þar
niður meðan hann var á Gilsbakka.
Mér er það líka minnisstætt frá því ég var líklega tólf ára að það
var bændafundur heima. Þangað komu flestir ríðandi og ég var að
taka á móti hestum manna og láta inn í hesthús. Guðmundur kom
ríðandi á Lýsingi hennar Ingu og ég lét klárinn inn þar sem búið var
að gefa á stallinn. Ég átti meri, sem Guðmundur þekkti auðvitað og
var nýköstuð hestfolaldi á öðrum stað í húsinu. Ég var ansi ánægður
með þetta og fór að sýna honum eignina og hann að dást að, en segir
svo: „En ég er nú ennþá ríkari karl minn, því ég eignaðist lítinn
strák um daginn“. Það var ég auðvitað búinn að frétta, því þá var
sveitarsíminn kominn fyrir nokkrum árum, og ég man að mamma
sagði þegar Siggi fæddist: „Æ, mikið var gaman að hún Inga skyldi
fá hann á afmælinu sínu“.
Svona verð ég að stikla á einstökum atvikum, taka fáein dæmi af
mörgum sem rifjast upp.
3.
Það kom að því að maður hafði aldur til að taka þátt í félagslífinu.
Guðmundurvarþarmikillmáttarstólpi,bæðiíungmennafélagsstarfinu
almennt, en einkum þegar efnt var til skemmtunar. Þó hann væri ekki
lengur í forustu var hann á fullu við félagsstörfin, t.d. við undirbúning
og framkvæmd sundlaugarbyggingar 1939. Hann var hins vegar
hættur að vera ritstjóri félagsblaðsins þegar ég kom í félagið, en greip
reyndar aðeins í það seinna, í ljarvistum einhverra Bretavinnumanna
að mig minnir. En eftir að ég kom í félagið var hann æfinlega sá sem
mönnum datt fyrst í hug að eitthvað gæti haft um hönd í skemmtunar-
skyni og æfinlega bóngóður þegar erindið var borið upp. Það mátti
ég margreyna. En fyrsta skipti sem ég heyrði hann flytja eitthvað
á samkomu var þó áður en ég kom í félagið, líklega sumarið 1936
eða ’37. Þá flutti hann þar í skemmtidagskrá þrjú kvæði. Ég held því
fram að ég hafi lært eitt þeirra við að heyra það þá og hef kunnað
það síðan. Reyndar hef ég eitt orð öðruvísi en prentað er og finnst að
hann hafi flutt það þannig. Hinum kvæðunum man ég ekki eftir. En
þetta hitti mig krakkann beint í æð, líkast til vegna þess samblands af
skynjun á forgengileika og eilífð sem það vakti mér. Og svo er það
svo meitlað. Þó hefði ég eflaust með engu móti getað útlistað þá hvað
það var sem gerði það svo auðnumið. Ennþá get ég greinilega heyrt